Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 81

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 81
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n TMM 2010 · 1 81 Þrátt fyrir það sem hér hefur verið upp talið af ókvæðisorðum í garð íslensku framúrstefnutónskáldanna hlutu þau aldrei fullkomna for­ dæmingu þjóðar sinnar. Til þess voru kraftar þeirra of dýrmætir og nýttust á ýmsa vegu. Í Þjóðleikhúsinu stýrði Magnús Blöndal Jóhanns­ son tónlistarflutningi í Fiðlaranum á þakinu og Járnhausi Jónasar og Jóns Múla Árnasona; Atli Heimir Sveinsson kenndi tónlist við Mennta­ skólann í Reykjavík, samdi og stjórnaði tónlistinni við Herranótt – meðal annars víðfrægan Bubba kóng árið 1969 – og lék á píanó á skemmtunum Leikfélags Reykjavíkur í Austurbæjarbíói. Báðir áttu það líka sameiginlegt að geta samið lítil en snotur lög sem brátt tóku að ylja þjóðinni um hjartarætur. Magnús gerði tónlist við landslagsmyndir Ósvalds Knudsen og vókalísa úr Sveitin milli sanda varð óvæntur smell­ ur í flutningi Ellýjar Vilhjálms; Atli Heimir gerði söngva við barnaleik­ inn um Dimmalimm og hefur síðar samið ódauðlega leikhústónlist af ýmsum toga, revíusöngva fyrir Land míns föður, þjóðleg stef fyrir Sjálf- stætt fólk og hið víðfleyga Kvæðið um fuglana við ljóð Davíðs Stefáns­ sonar fyrir annars sjaldséðan leik um Sólon Íslandus, Ég er gull og ger- semi, að ógleymdri músíkinni við Ofvitann með laginu góða, Afmælis- diktur, sem hvert mannsbarn kann. Lítið þjóðfélag hefur ekki ráð á því að vísa listamönnum sínum á dyr, jafnvel ekki þeim sem mest kunna að reyna á þolrifin. Blessunarlega myndaðist með tímanum brú milli þjóðarinnar og atómtónskálda henn­ ar, sem höfðu færi á að iðka list sína á fjölbreyttan hátt. Hvort verkin sem kennd eru við flúxus og framúrstefnu verða langlíf er örðugt um að spá; sum þeirra eru raunar horfin af verkaskrám tónskáldanna og hljóma því varla framar.63 Hitt er víst að bæði tónverkin og deilurnar sem af þeim spruttu eru áhugaverður þáttur í sögu íslenskrar listsköp­ unar á 20. öld, þess skeiðs þegar stigin voru sjömílnaskref í músíklífinu og breytingarnar voru hraðari en í nokkru öðru vestrænu landi. Tilvísanir 1 Björn Franzson, „Nokkrar hugleiðingar um nýja tónlist,“ Tímarit Máls og menningar 23 (1962), bls. 391. 2 S.H., „Tónleikar Musica Nova,“ Þjóðviljinn, 11. mars 1961. 3 Jón Nordal, Tónskáldakynning, 8. apríl 1979, tilv. í Bjarki Sveinbjörnsson, „Tónlist Jóns Nordal og þróun tónlistarmála í Reykjavík á 6. áratugnum og fyrri hluta 7. áratugarins,“ kandídats­ ritgerð í tónvísindum, Aalborg Universitet, 1993. 4 Jón Þórarinsson, „Sinfóníutónleikar,“ Morgunblaðið, 8. júní 1962. 5 Paul Hindemith, The Craft of Musical Composition, tilv. í Richard Taruskin, Music in the Late Twentieth Century (Oxford: Oxford University Press, 2010), bls. 103. 6 Leifur Þórarinsson, „Vegamót,“ Birtingur 2 (1957), 1.–2. hefti, bls. 70–73, „Vegamót II,“ Birt- ingur 2 (1957), 4. hefti, bls. 32–33.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.