Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 81
S t r a u j á r n i ð o g v i s k í f l a s k a n
TMM 2010 · 1 81
Þrátt fyrir það sem hér hefur verið upp talið af ókvæðisorðum í garð
íslensku framúrstefnutónskáldanna hlutu þau aldrei fullkomna for
dæmingu þjóðar sinnar. Til þess voru kraftar þeirra of dýrmætir og
nýttust á ýmsa vegu. Í Þjóðleikhúsinu stýrði Magnús Blöndal Jóhanns
son tónlistarflutningi í Fiðlaranum á þakinu og Járnhausi Jónasar og
Jóns Múla Árnasona; Atli Heimir Sveinsson kenndi tónlist við Mennta
skólann í Reykjavík, samdi og stjórnaði tónlistinni við Herranótt –
meðal annars víðfrægan Bubba kóng árið 1969 – og lék á píanó á
skemmtunum Leikfélags Reykjavíkur í Austurbæjarbíói. Báðir áttu það
líka sameiginlegt að geta samið lítil en snotur lög sem brátt tóku að ylja
þjóðinni um hjartarætur. Magnús gerði tónlist við landslagsmyndir
Ósvalds Knudsen og vókalísa úr Sveitin milli sanda varð óvæntur smell
ur í flutningi Ellýjar Vilhjálms; Atli Heimir gerði söngva við barnaleik
inn um Dimmalimm og hefur síðar samið ódauðlega leikhústónlist af
ýmsum toga, revíusöngva fyrir Land míns föður, þjóðleg stef fyrir Sjálf-
stætt fólk og hið víðfleyga Kvæðið um fuglana við ljóð Davíðs Stefáns
sonar fyrir annars sjaldséðan leik um Sólon Íslandus, Ég er gull og ger-
semi, að ógleymdri músíkinni við Ofvitann með laginu góða, Afmælis-
diktur, sem hvert mannsbarn kann.
Lítið þjóðfélag hefur ekki ráð á því að vísa listamönnum sínum á dyr,
jafnvel ekki þeim sem mest kunna að reyna á þolrifin. Blessunarlega
myndaðist með tímanum brú milli þjóðarinnar og atómtónskálda henn
ar, sem höfðu færi á að iðka list sína á fjölbreyttan hátt. Hvort verkin
sem kennd eru við flúxus og framúrstefnu verða langlíf er örðugt um að
spá; sum þeirra eru raunar horfin af verkaskrám tónskáldanna og
hljóma því varla framar.63 Hitt er víst að bæði tónverkin og deilurnar
sem af þeim spruttu eru áhugaverður þáttur í sögu íslenskrar listsköp
unar á 20. öld, þess skeiðs þegar stigin voru sjömílnaskref í músíklífinu
og breytingarnar voru hraðari en í nokkru öðru vestrænu landi.
Tilvísanir
1 Björn Franzson, „Nokkrar hugleiðingar um nýja tónlist,“ Tímarit Máls og menningar 23 (1962),
bls. 391.
2 S.H., „Tónleikar Musica Nova,“ Þjóðviljinn, 11. mars 1961.
3 Jón Nordal, Tónskáldakynning, 8. apríl 1979, tilv. í Bjarki Sveinbjörnsson, „Tónlist Jóns Nordal
og þróun tónlistarmála í Reykjavík á 6. áratugnum og fyrri hluta 7. áratugarins,“ kandídats
ritgerð í tónvísindum, Aalborg Universitet, 1993.
4 Jón Þórarinsson, „Sinfóníutónleikar,“ Morgunblaðið, 8. júní 1962.
5 Paul Hindemith, The Craft of Musical Composition, tilv. í Richard Taruskin, Music in the Late
Twentieth Century (Oxford: Oxford University Press, 2010), bls. 103.
6 Leifur Þórarinsson, „Vegamót,“ Birtingur 2 (1957), 1.–2. hefti, bls. 70–73, „Vegamót II,“ Birt-
ingur 2 (1957), 4. hefti, bls. 32–33.