Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 88
88 TMM 2010 · 1
Jónas Knútsson
Ekkert tekur bókinni fram
The Paris Review hefur komið út í hálfa öld og er eitt virtasta bókmenntarit
í víðri veröld. Jónas Knútsson rabbaði við ritstjóra The Paris Review, Philip
Gourevitch.
Er til eitthvað sem kallast gæti dæmigerð saga fyrir The Paris Reivew?
Nei, við krefjumst við þess eins að efnið sé ferskt og komi á óvart, sýni
hlutina í nýju ljósi og víkki skilning manna og reynsluheim. Slíkt efni er
vandfundið. En þetta gerir ritstjórastarfið bæði svo erfitt og svo gjöfult.
Við höfum birt sögur sem eru samfelld samtöl og sögur sem eru ein
órofa lýsing, gamansögur og léttar, og sögur sem eru válegar og djúp
ristar, sögur sem fylgja sagnahefðum í þaula og sögur sem kollvarpa
þessum hefðum á ýmsa vegu, sögur meitlaðar úr raunsæishefð eða nat
úralisma og sögur með draumaívafi, sérviskulegar, ruglingslegar og
skrýtnar. Þetta mun vera ástæðan til að tímaritið hjarir enn. Það er
óútreiknanlegt, jafnvel fyrir ritstjórana sem setja það saman.
Parísarskáld allra landa …
Eftir hverju eruð þið að slægjast þegar þið skoðið aðsent efni?
Stundum er það djúpt innsæið sem við blasir, stundum rödd sögu
manns, stundum sögupersónurnar, stundum dramatísku aðstæðurnar
og leiðirnar sem sögumaður velur. Mannlegt innsæi og listræn snilld geta
birst í öllum myndum. The Paris Review hefur aldrei aðhyllst ákveðna
fagurfræði eða stjórnmálastefnu gagnvart bókmenntunum, við erum
ekki með stefnuskrá. Ekkert er til sem heitir Paris Reviewismi. Þetta tel
ég ástæðu þess að við höfum hjarað í fimmtíu og fimm ár þótt fjölmörg
tímarit með nýju efni hafi misst móðinn og dagað uppi og fjarað út. Við
kærum okkur ekki um að skilgreina frekar eftir hverju við erum að leita
ef við skyldum verða blindir og heyrnarlausir þegar okkur berst efni sem