Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 91
E k k e r t t e k u r b ó k i n n i f r a m
TMM 2010 · 1 91
Endrum og eins. En enn og aftur – við birtum bara verk fyrir eigin
verðleika. Það eitt sér vekur ekki áhuga á ritsmíð að hún sé eftir geimfara
eða meltingafærasérfræðing eða heimsfrægan matreiðslumeistara. Þessi
áhugi á einvörðungu rétt á sér sé efnið fjarskavel skrifað. Þetta snýst um
skrifin. Bara um skrifin. Frægt nafn á kápunni getur orðið til að selja
blaðið. Það sem menn lesa í tímaritinu nærir hins vegar lesendur okkar,
höfundana og menninguna.
Er efninu í Paris Review breytt til muna eftir að þið fáið það í hendur?
Ef breytinga er þörf er því breytt. Við þröngvum ekki breytingum
upp á höfundana. Við leggjum til breytingar með það í huga að styrkja
verkið. Höfundurnir eiga þess kost að velja og hafna þegar þessar breyt
ingar eru bornar upp. Séum við ekki á sama máli þá nær það ekki lengra,
finnist okkur sannarlega að sagan missi marks komi ekki til umtals
verða breytinga og höfundurinn kærir sig ekki um þessar breytingar.
Margar sögur eru svo góðar að þær þurfa fárra breytinga við. Líkast til
taka höfundaviðtölin mestum breytingum.
Besta ritsmíðin sem þú hefur gefið út?
Þetta er asnaleg spurning. Það er vita gagnslaust fyrir mig að hugsa á
þessum nótum. Jafnvel þótt ég hefði skýrt svar í kollinum, væri bjána
legt af mér að segja það upphátt.
Versta sagan sem þér hefur borist?
Sem betur fer er ég búinn að gleyma henni.
Ekki verið að bjóða manni
Hvar eru allir íslensku höfundarnir?
Á Íslandi, vænti ég. Við höfum ekki gefið út marga en heldur ekki
hafnað mörgum. Við höfum bara ekki heyrt mikið frá þeim. Ég er viss
um að við gerum það núna.
Staða smásögunnar í Bandaríkjunum?
Smásagan bandaríska er eins og smásagan um víða veröld: Form sem
á kraft sinn að miklu leyti undir tímaritum. Einatt þegar mikið er um
vönduð tímarit, sem mikið ber á í menningarlífinu, semja menn góðar
smásögur. Gullár smásagnanna – nítjánda öldin í Frakklandi og Rúss
landi, öndverð tuttugasta öldin í Evrópu og miðbik aldarinnar sem leið
í Bandaríkjunum – hafa einatt verið komin undir sterkum blaðamark