Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 96
S t e fá n Pá l s s o n
96 TMM 2010 · 1
inn var sá sami, þar sem nafnlaus heimildarmaður þuldi dæmisögur og
lýsti jafnvel draumförum sínum um meint framferði peningamanna
sem ekki voru nefndir sínum réttu nöfnum, en fæstum duldist hverjir
voru.
Bankabók Örnólfs hreyfði lítið við Íslendingum. Skýringin kann að
vera sú að á tíunda áratugnum vöktu bankar og peningastofnanir mun
minni áhuga landsmanna en kunn stórfyrirtæki, s.s. í framleiðslu og
þjónustu. Helst lentu bankarnir milli tanna fólks í tengslum við fregnir
af laxveiðiferðum æðstu stjórnenda og óhóflegri risnu sem voru sígilt
umkvörtunarefni.
Að efni og innihaldi hefði Bankabókin átt vel heima í flóru hrunsbóka
ársins 2009. Það er því athyglisvert að bera viðtökur hennar fyrir fimm
tán árum saman við stöðuna í dag. Einkum var fjallað um bókina í
Helgarpóstinum og Vikublaðinu sem gefið var út á vegum Alþýðu
bandalagsins. Í Morgunblaðinu fékk verkið algjöra falleinkunn í stutt
um ritdómi Björns Bjarnasonar, sem var þó að mestu lagður undir að
kvarta yfir illyrtri og persónulega fjandsamlegri íslenskri þjóðmálaum
ræðu. „Lítil snilli felst í því að hallmæla þeim, sem stjórna peningastofn
unum. Þeir hafa löngum verið skotspónn. Er auðvelt að ala á öfund í
þeirra garð“, skrifaði Björn.5
Tómlæti dagblaða og ljósvakamiðla í garð Bankabókarinnar og ann
arra rita um samtímastjórnmál má vafalítið að miklu leyti skrifa á slakt
orðspor þessarar tegundar verka. Litið var á þau sem ofvaxnar tímarits
greinar sem teygðar væru upp í bókarlengd af gráðugum útgefendum.
Asinn við að koma bókunum út á sem skemmstum tíma varð sömuleið
is oft á kostnað útlits og gæða sem enn gróf undan ímynd þeirra.
Uppreisn æru
Staða hrunsbókanna í þjóðfélagsumræðunni nú er allt önnur og sterk
ari. Freistandi er að tengja þessa viðhorfsbreytingu við útgáfu Drauma-
lands Andra Snæs Magnasonar í ársbyrjun 2007. Bókin fjallaði sem
kunnugt er um hápólitískt deilumál, virkjana og stóriðjustefnu íslenskra
stjórnvalda. Þrátt fyrir óvenjulegan útgáfutíma náði Draumalandið
metsölu, fékk úrvalsdóma og hlaut að lokum Íslensku bókmenntaverð
launin. Vinsældir verksins hafa gert það að verkum að útgefendur voru
þegar fyrir hrun farnir að sýna aukinn áhuga á að gefa út bækur um
samtímapólitísk efni.
Þessar nýju áherslur skiluðu sér meðal annars í tveimur bókum sem
út komu fyrir jólin 2008 og telja má til hrunsbóka, þótt þær hafi að