Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 96
S t e fá n Pá l s s o n 96 TMM 2010 · 1 inn var sá sami, þar sem nafnlaus heimildarmaður þuldi dæmisögur og lýsti jafnvel draumförum sínum um meint framferði peningamanna sem ekki voru nefndir sínum réttu nöfnum, en fæstum duldist hverjir voru. Bankabók Örnólfs hreyfði lítið við Íslendingum. Skýringin kann að vera sú að á tíunda áratugnum vöktu bankar og peningastofnanir mun minni áhuga landsmanna en kunn stórfyrirtæki, s.s. í framleiðslu og þjónustu. Helst lentu bankarnir milli tanna fólks í tengslum við fregnir af laxveiðiferðum æðstu stjórnenda og óhóflegri risnu sem voru sígilt umkvörtunarefni. Að efni og innihaldi hefði Bankabókin átt vel heima í flóru hrunsbóka ársins 2009. Það er því athyglisvert að bera viðtökur hennar fyrir fimm­ tán árum saman við stöðuna í dag. Einkum var fjallað um bókina í Helgarpóstinum og Vikublaðinu sem gefið var út á vegum Alþýðu­ bandalagsins. Í Morgunblaðinu fékk verkið algjöra falleinkunn í stutt­ um ritdómi Björns Bjarnasonar, sem var þó að mestu lagður undir að kvarta yfir illyrtri og persónulega fjandsamlegri íslenskri þjóðmálaum­ ræðu. „Lítil snilli felst í því að hallmæla þeim, sem stjórna peningastofn­ unum. Þeir hafa löngum verið skotspónn. Er auðvelt að ala á öfund í þeirra garð“, skrifaði Björn.5 Tómlæti dagblaða og ljósvakamiðla í garð Bankabókarinnar og ann­ arra rita um samtímastjórnmál má vafalítið að miklu leyti skrifa á slakt orðspor þessarar tegundar verka. Litið var á þau sem ofvaxnar tímarits­ greinar sem teygðar væru upp í bókarlengd af gráðugum útgefendum. Asinn við að koma bókunum út á sem skemmstum tíma varð sömuleið­ is oft á kostnað útlits og gæða sem enn gróf undan ímynd þeirra. Uppreisn æru Staða hrunsbókanna í þjóðfélagsumræðunni nú er allt önnur og sterk­ ari. Freistandi er að tengja þessa viðhorfsbreytingu við útgáfu Drauma- lands Andra Snæs Magnasonar í ársbyrjun 2007. Bókin fjallaði sem kunnugt er um hápólitískt deilumál, virkjana­ og stóriðjustefnu íslenskra stjórnvalda. Þrátt fyrir óvenjulegan útgáfutíma náði Draumalandið metsölu, fékk úrvalsdóma og hlaut að lokum Íslensku bókmenntaverð­ launin. Vinsældir verksins hafa gert það að verkum að útgefendur voru þegar fyrir hrun farnir að sýna aukinn áhuga á að gefa út bækur um samtímapólitísk efni. Þessar nýju áherslur skiluðu sér meðal annars í tveimur bókum sem út komu fyrir jólin 2008 og telja má til hrunsbóka, þótt þær hafi að
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.