Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 99
R ý n t í r ú s t i r n a r TMM 2010 · 1 99 Ef frá er talin umfjöllun Jóns Ólafssonar um Hrunið sáu ritdómarar ekki ástæðu til að hnýta í bók Guðna fyrir afstöðuleysi eða fyrir að leit­ ast við að lýsa atburðarásinni frekar en að greina hana.8 Fékk hún hvarvetna hina bestu dóma. Þær umsagnir eru raunar í samræmi við þá mælistiku sem einkum hefur verið lögð á hrunsbækur ársins 2009: hvort og þá hvaða uppljóstr­ anir þær hafi að geyma. Kynning á bókunum og fjölmiðlaumfjöllun hefur að langmestu leyti miðast við að þýfga höfundana um nýjar og áður óbirtar upplýsingar – frekar en að velta því fyrir sér hvort viðkom­ andi bækur hafi að geyma frumlegar túlkanir eða leitist við að setja áður þekktar staðreyndir í nýtt samhengi. Þótt Guðna Th. Jóhannessyni hafi ef til vill gengið það helst til með skrifum sínum að búa til hlutlausa skýrslu, voru hvatir ýmissa annarra hrunsbókahöfunda talsvert aðrar. Kúnstugar andstæður má sjá í tveim­ ur þessara bóka: Fljótandi að feigðarósi eftir Ólaf Arnarson og Umsátr- inu eftir Styrmi Gunnarsson. Báðir hafa það meginmarkmið að leita sökudólga á óförunum og hvítþvo um leið sína menn. Ólafur tekur þann pól í hæðina að íslenskir bankamenn hafi verið harlaklókir – jafnvel einhverjir þeir bestu í heimi – en orðið fyrir óviðráðanlegum utanað­ komandi áföllum, auk þess sem Davíð Oddsson hafi staðið í sífellu og skvett olíu á eldinn. Styrmir telur á hinn bóginn að íslensku banka­ mennirnir hafi verið undirförlir lygamerðir sem orðið hafi fórnarlömb eigin græðgi, þrátt fyrir hetjulegar tilraunir Davíðs Oddssonar til að afstýra slysinu. Hætt er við að ásakana­ og málsvarnarbókmenntir þessara missera eldist illa og verði léttvægar fundnar í framtíðinni. Að sumu leyti minna þær á þá bókmenntagrein sem vikið var að hér að framan – karlagrobbs­ bækur gamalla stjórnmálamanna sem hefna þess á bókfelli sem hallaðist á Alþingi. Sagnfræðinemar næstu áratuga munu því ekki eiga sjö dag­ ana sæla. Ó ljúfa líf Sérstæðasta og að mörgu leyti áhugaverðasta hrunsbókin er hins vegar rit Ármanns Þorvaldssonar, sem var forstjóri Lundúnadeildar Kaup­ þings. Bókin var skrifuð á ensku og gefin út í Bretlandi undir heitinu Frozen Assets: How I Lived Iceland’s Boom and Bust, en á íslensku nefn­ ist hún Ævintýraeyjan: Uppgangur og endalok fjármálaveldis. Ármann er enn sem komið er hæst setti einstaklingurinn úr hinu fallna íslenska bankakerfi til að segja sögu sína á prenti og ólíklegt verð­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.