Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 104

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 104
104 TMM 2010 · 1 Silja Aðalsteinsdóttir Dansinn í hruni Yfirlit yfir leikhúsin 2009 Íslenskt leikhús á fyrsta ári eftir hrun, hvernig var það? Líklega var sér­ staklega vel til fundið hjá Þjóðleikhúsinu að ljúka því á söngleiknum um drenginn sem fæðist á fátækrahæli, er stálpaður seldur hæstbjóðanda, þrælahaldara sem hann strýkur frá og fær skjól hjá þjófagengi. Þetta liggur sjálfsagt fyrir einhverjum íslenskum ungmennum á næstu árum og aldrei að vita hvað þau eru þegar orðin mörg sem hafa ofan af fyrir sér með smáþjófnaði. Og ekki víst að staðgenglar herra Brownlows verði nógu margir til að bjarga þeim. Fjallað um „ástandið“ Þegar litið er yfir verkaskrá leikhúsanna stöðvast augað strax við tvö gamalþekkt leikrit sem þykja eiga sérstakt erindi við okkur hér og nú – hvort sem þau voru valin til sýningar fyrir eða eftir hrun. Þetta eru Milljarðamærin snýr aftur eftir Friedrich Dürrenmatt og Brennuvarg- arnir (eða Biedermann og brennuvargarnir) eftir Max Frisch. Það fyrra var sýnt í Borgarleikhúsinu undir stjórn Kjartans Ragnarssonar og sagði frá því þegar ríkasta kona heims (Sigrún Edda Björnsdóttir, afskræmis­ lega sminkuð og í feiknastuði) snýr aftur á heimaslóðir til að hefna fornra harma. Hún hefur sjálf í krafti auðs síns sett bæjarfélagið á haus­ inn, þótt íbúarnir viti það ekki, og býður nú gull og græna skóga ef þeir láta hana hafa manninn sem sveik hana forðum, unga og ólétta. Það fer lítið fyrir siðferði og staðfestu bæjarbúa, sál þeirra reynist föl og við getum velt því fyrir okkur hvernig þessar aðstæður verða heimfærðar upp á okkur – hvort staðgengill Kamillu Zachanassian heiti kannski Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nú. Brennuvargarnir voru settir upp á stóra sviði Þjóðleikhússins af Kristínu Jóhannesdóttur sem hlaut í vor sem leið Grímuverðlaunin fyrir stjórn sína á því dýrlega verki Utan gátta eftir Sigurð Pálsson haustið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.