Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 104
104 TMM 2010 · 1
Silja Aðalsteinsdóttir
Dansinn í hruni
Yfirlit yfir leikhúsin 2009
Íslenskt leikhús á fyrsta ári eftir hrun, hvernig var það? Líklega var sér
staklega vel til fundið hjá Þjóðleikhúsinu að ljúka því á söngleiknum um
drenginn sem fæðist á fátækrahæli, er stálpaður seldur hæstbjóðanda,
þrælahaldara sem hann strýkur frá og fær skjól hjá þjófagengi. Þetta
liggur sjálfsagt fyrir einhverjum íslenskum ungmennum á næstu árum
og aldrei að vita hvað þau eru þegar orðin mörg sem hafa ofan af fyrir
sér með smáþjófnaði. Og ekki víst að staðgenglar herra Brownlows verði
nógu margir til að bjarga þeim.
Fjallað um „ástandið“
Þegar litið er yfir verkaskrá leikhúsanna stöðvast augað strax við tvö
gamalþekkt leikrit sem þykja eiga sérstakt erindi við okkur hér og nú –
hvort sem þau voru valin til sýningar fyrir eða eftir hrun. Þetta eru
Milljarðamærin snýr aftur eftir Friedrich Dürrenmatt og Brennuvarg-
arnir (eða Biedermann og brennuvargarnir) eftir Max Frisch. Það fyrra
var sýnt í Borgarleikhúsinu undir stjórn Kjartans Ragnarssonar og sagði
frá því þegar ríkasta kona heims (Sigrún Edda Björnsdóttir, afskræmis
lega sminkuð og í feiknastuði) snýr aftur á heimaslóðir til að hefna
fornra harma. Hún hefur sjálf í krafti auðs síns sett bæjarfélagið á haus
inn, þótt íbúarnir viti það ekki, og býður nú gull og græna skóga ef þeir
láta hana hafa manninn sem sveik hana forðum, unga og ólétta. Það fer
lítið fyrir siðferði og staðfestu bæjarbúa, sál þeirra reynist föl og við
getum velt því fyrir okkur hvernig þessar aðstæður verða heimfærðar
upp á okkur – hvort staðgengill Kamillu Zachanassian heiti kannski
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn nú.
Brennuvargarnir voru settir upp á stóra sviði Þjóðleikhússins af
Kristínu Jóhannesdóttur sem hlaut í vor sem leið Grímuverðlaunin fyrir
stjórn sína á því dýrlega verki Utan gátta eftir Sigurð Pálsson haustið