Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 105
D a n s i n n í h r u n i TMM 2010 · 1 105 2008. Við nánari athugun eru Brennuvargarnir betra verk en Millj­ arðamærin að því marki sem það hefur víðari og almennari skírskotun. Biedermannhjónin vita vel um brunana sem þráfaldlega koma upp í borginni en þau eru slíkar heybrækur og þeim er svo annt um sitt góða orðspor sem kærleiksfullir borgarar að þegar ókunnugir menn koma og höfða til hjartagæsku þeirra hleypa þau þeim nánast umsvifalaust upp á loftið hjá sér. Þetta er hörð ádeila á skoðanaleysi og heigulsskap og megum við vel taka hana til okkar sem vildum ekki gera okkur óvinsæl með því að gagnrýna útrásina og víkinga hennar. Þetta er fantalega vel skrifað verk og varð óhugnanlega fyndið í meðförum Kristínar og leik­ araliðs hennar, enda snillingar í tvíræðu skopi í aðalhlutverkum: Eggert Þorleifsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Björn Thors. Annars eru það ekki síst sviðsmyndirnar sem sitja í minningunni. Drungalegur bærinn hans Gretars Reynissonar í Milljarðameynni með reglubundinn hávaðann og ljósaganginn frá lestunum sem nú æða framhjá bænum af því þar er orðið ástæðulaust að stoppa. Myrkrið á sviðinu var óþægilegt þegar setið var langt frá en gaf hárrétta tilfinn­ ingu fyrir skorti og eymd. Í Brennuvörgunum bjó Ilmur Stefánsdóttir til elegant efrimillistéttarheimili með lyftu fyrir vinnukonuna niður í eld­ hús og óinnréttað háaloft sem bíður brennuvarganna. Ný verk sem vísuðu í „ástandið“ voru hið beinskeytta og hárbeitta og alíslenska Þú ert hér í Borgarleikhúsinu, samið, leikstýrt og leikið af Jóni Páli Eyjólfssyni, Halli Ingólfssyni og Jóni Atla Jónassyni, og Sædýrasafn- ið eftir Marie Darrieussecq sem samið var sérstaklega fyrir Þjóðleik­ húsið, þýtt af Sjón og stýrt af Arthur Nauzyciel. Um bæði þessi verk var fjallað í 2. hefti TMM 2009 og voru toppurinn á árinu. Ekkert verk sagði betur það sem við vorum öll að hugsa en Þú ert hér, og Sædýrasafnið var sú leiksýning sem mér þykir, eftir á að hyggja, nýstárlegust á árinu. Þar kemur allt til, texti, sviðsmynd og leikur. Sjaldan hef ég upplifað eins vel heppnað sambland veruleika og fantasíu um leið og verkið mátti ekki raunsærra vera. Rústað eftir Söruh Kane fer ágætlega með þessum lið. Það var sett upp í Borgarleikhúsinu undir styrkri og hugmyndaríkri stjórn Kristínar Eysteinsdóttur og var algert sjokk á systemið. Þar hjálpaðist líka allt að: ögrandi efnisval höfundar, fantagóður leikur Ingvars E. Sigurðssonar, Kristínar Þóru Haraldsdóttur og Björns Thors, og einhver makalausasta sviðsmynd sem maður hefur horft á þróast og stökkbreytast. Heiðurinn af henni átti Börkur Jónsson. Það var líka myndarlegt af Borgarleikhús­ inu að bjóða upp á leiklestur á öðrum verkum Söruh Kane en því miður missti ég af þeim fyrir klaufaskap.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.