Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 111
D a n s i n n í h r u n i TMM 2010 · 1 111 hafa hana í Þjóðmenningarhúsinu. Gestir fengu strax við komuna nýja sýn á húsið því þar fyrir framan hafði verið komið upp tjaldborg þar sem ýmis mannúðarsamtök kynntu starfsemi sína. Svæðið var þar að auki lokað og þurftu gestir að skrá sig til að komast inn og fá passa. Það var bara fyrsta hindrunin því tilgangurinn með þessu umfangsmikla verki var sá að leyfa gestum að upplifa það að koma á strönd ókunnugs ríkis og biðja þar um hæli. Gestir þurftu að standa í hverri biðröðinni eftir aðra þegar inn í húsið kom, fá stimpla og kvittanir, svara nærgöng­ ulum spurningum og verða fyrir því að svör þeirra voru teygð og toguð og þeir gerðir tortryggilegir á allan hátt. Það varð smám saman býsna óhugnanlegt. Í framhaldi af því var gestum ýtt áfram um allt húsið, upp á efri hæðir og hanabjálka og niður í iður hússins, og hvarvetna var margt að sjá og heyra – listaverk í skotum og á göngum, söngur, innsetn­ ingar með lifandi fólki, óhugnanleg atriði, heillandi fögur atriði og allt þar á milli. Oft hefði ég kosið að fá ofurlítið meira næði til að njóta en það var ekki í boði. Áfram gakk! Í einu herberginu sóttum við fund með raunverulegum flóttamönnum og hælisleitendum hér á Íslandi og heyrðum sögu þeirra af ástæðum flóttans og ömurlegri reynslunni af verunni hjá okkur. Kjarni sýningarinnar var leikritið Eyjan er alltaf hér eftir Hrund Gunnsteinsdóttur, leikið uppi í lestrarsalnum og nærliggjandi herbergj­ um og sett saman úr leiknum atriðum á staðnum og kvikmyndum á sjónvarpsskjám. Í verkinu hittast fimm konur frá ríkjum fyrrum Júgó­ slavíu á eynni Korcula fyrir utan Króatíu og eiga saman stund. Stríðinu er lokið en þessar konur eiga hrikalega fortíð sem þær eru engan veginn búnar að vinna úr og minningarnar reka upp sinn ljóta haus hvað eftir annað í samtalinu. Kannski orðaði ein konan boðskap sýningarinnar allrar þegar hún sagði: „Ég meina, hvaðan er maður ef maður á ekki land?“ Erfitt var að njóta þessa leikrits inni í leiksýningunni til fullnustu en það gerði þó alla upplifunina markvissari, bætti einstaklingssögum inn í hina ópersónulegu fjöldareynslu. Og endirinn var sterkur og drama­ tískur. María Kristjánsdóttir var hrifin af Orbis Terræ Ora í Morgunblaðinu (19.5.09), fannst það „góð hugmynd að láta erlenda flóttamenn hertaka þjóðmenningarhús“ hópsins „sem troðið hefur á réttindum flótta­ manna, halda þar almennilegt alþjóðapartí og minna okkur á ábyrgð okkar gagnvart flóttamönnum og mannkyninu“. Aðalatriðið fannst henni vera að þegar maður fer út aftur, uppgefinn eftir þvælinginn um húsið, þá er það „einungis nasaþefur af þeim hræðilegu skelfingum sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.