Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 113
D a n s i n n í h r u n i TMM 2010 · 1 113 aðar brúður af mikilli hugvitssemi. Fjöldi söngva er í verkinu sem Villi naglbítur bjó til fjörug lög við. Þetta var dúndurgóð skemmtun sem var vel sótt eins og hún átti skilið. Sýningunni var líka firnavel tekið. Í Fréttablaðinu gaf Elísabet Brekkan fimm stjörnur og Jón Viðar gaf fjór­ ar í DV, en Morgunblaðið er því miður hætt að sinna atvinnuleikhópum með því að birta gagnrýni um sýningar þeirra. Þetta er verk sem sjálfsagt er fyrir önnur staðbundin leikfélög að grípa og laga jafnvel að sinni sögu, umhverfi og aðstæðum. Og ekki væri leið­ inlegt að sjá það á stóru sviði í höfuðborginni. Ég sá hvorki trúðasýninguna Bláa gullið í Borgarleikhúsinu né brúðu­ sýninguna Sindra silfurfisk í Þjóðleikhúsinu en þær fengu báðar prýði­ legar viðtökur. Hins vegar sá ég leik­ og danssýninguna Húmanímal í Hafnarfjarðarleikhúsinu og hana mætti vel kalla unglingasýningu, svo ungir og ferskir voru leikendurnir og umfjöllunarefnið í samræmi við það, rannsókn á hvatalífi manneskjunnar frá frumbernsku til fullorð­ insára með áherslu á ást og greddu. Þetta var dásamlega erótísk og skemmtileg sýning með óvenjulegri og rosalega fallegri umgjörð eftir Rósu Hrund Kristjánsdóttur. Ein allra eftirminnilegasta sýning ársins. Og hvað meira? Hjá Leikfélagi Akureyrar bar hæst Fúlar á móti, erlent stykki sem Gísli Rúnar Jónsson lagaði að íslenskum aðstæðum og þar sem María Sigurð­ ardóttir stýrði þrem landsfrægum gamanleikkonum við miklar vin­ sældir bæði norðan og sunnan heiða. Einnig harmsöguna Lilju sem Jón Gunnar Þórðarson vann upp úr kvikmynd Moodysons, Lilja 4ever. Sú sýning fékk nokkuð misjafnar viðtökur. Gamanleikirnir Við borgum ekki, við borgum ekki og Spaugstofugrínið Harry og Heimir – með öðrum morðum kitluðu áhorfendur rækilega í Borgarleikhúsinu. Heiður eftir Joönnu Murrey­Smith sem Bjarni Haukur Þórsson setti upp í Þjóðleik­ húsinu var hins vegar ansi leiðinleg sýning og ekki er eftirbragðið nógu sterkt af kolsvörtu kómedíunni Heima er best eftir Írann Enda Walsh sem Jón Páll Eyjólfsson stýrði í Borgarleikhúsinu. Íslenska óperan setti upp Ástardrykkinn eftir Donizetti með Garðari Thor Cortes og Dísellu Lárusdóttur í aðalhlutverkum og þau áttu ekki í neinum erfiðleikum með að syngja og leika sig inn í hugi og hjörtu áheyrenda í þessu yndis­ lega stykki. Það var því af nógu að taka á árinu og mörg gæðastundin í leikhús­ unum, en þrátt fyrir góða spretti og fína toppa vantar samt almennilegt „vá!“ Kannski er það vegna þess að við fengum enga sýningu frá Vest­
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.