Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Page 129
Á d r e p u r
TMM 2010 · 1 129
hverjum hætti, svo sem fjárhagslegum stuðningi, þegar þörf krefur og aðstæð
ur leyfa.
Í því ölduróti sem nú gengur yfir heiminn, og brýtur þó sérstaklega á skreip
um skerjum við Íslandsstrendur, eiga margir erfitt með að sjá framtíð handan
brimskaflanna, hvað þá bjarta framtíð með vexti á sviði menningar og fræða.
Þá er fátt hollara en líta um öxl og hugleiða líf og örlög forfeðranna, sjá hvern
ig menningin hefur, með orðum skáldsins, aukist út á við þótt árdegið hafi
borið hana skammt. Góð verk taka oft langan tíma, en þeim lýkur um síðir.
Mér finnst á þessum fyrsta sumardegi full ástæða til að vekja athygli á því
sem bestum árangri hefur skilað í samvinnu Íslendinga og Dana og rifja upp
að sú saga hefur átt sér bjartar hliðar þótt okkur hafi löngum hætt til að mikla
skuggana fyrir okkur. Ég treysti því, og er raunar viss um það, að góð samvinna
Íslendinga og Dana á sviði menningar og fræða á sér framtíð. Það sannfærir
sagan mig um, líka saga síðustu áratuga. Í lok kvæðisins sem ég vitnaði til í
upphafi segir skáldið unga að „gata grjóti nokkru stráð“ geri „vegfara ungan“
„fótvissan“, og því sé ástæða til að halda kvíðalaus áfram. Við skulum taka
undir það.