Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 131
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 1 131 dórs sjálfs um sjálfan sig, þótt megindeilurnar hafi varðað óvönduð vinnu­ brögð, ritstuld og umdeildar túlkanir höfundar. Í bókum sínum um Þórberg Þórðarson nálgast Pétur Gunnarsson viðfangs­ efni sitt eftir óhefðbundnum leiðum að ýmsu leyti. Þótt hann vinni eins og fræðimaður við heimildaöflun og heimildarýni þá vinnur hann fyrst og fremst eins og skáld við úrvinnslu og uppbyggingu frásagnarinnar. Með því brýtur hann upp hefðbundið ævisagnaform, gerir tilraun með nýtt form eins og fleiri höfundar ævisagna hafa verið að gera undanfarin ár – hver á sinn hátt.3 II Í góðri yfirlitsgrein um ævi og verk Þórbergs Þórðarsonar sem birtist í Andvara árið 1981 nefnir Sigfús Daðason að gjarnan hafi verið haft á orði að um Þórberg látinn þyrfti ekki að semja ævisögu „því varla mundu aðrir menn fá bætt þar um sjálfs hans verk“.4 Sigfús hafnar þessu þó og bendir á að „enda verði jafnvel þeir höfundar sem miklu skipulegri grein hafa gert fyrir ævi sinni en Þórberg­ ur, tíðum að þola rengingar og endurprófanir af hendi vandalausra sagnrit­ ara“.5 Á undanförnum áratugum hefur smám saman verið að renna upp fyrir lesendum Þórbergs að í verkum hans gilda skáldskaparlögmál ofar sannleiks­ lögmálum og um margt í ævi sinni var hann þögull sem gröfin og öðru hag­ ræddi hann að vild og eftir listrænum smekk. Á handritadeild Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er mikið til af gögnum um Þórberg, óbirt skrif, bréf, dagbækur og fleira og ljóst er að enn eru ekki öll kurl komin til grafar í rannsóknum á æviverki hans. Það er því augljóst að nægur efniviður felst í ævi og verkum Þórbergs Þórðarsonar til að fylla margar bækur og margar ævisög­ ur, ef því væri að skipta. Í lok síðara bindis verks síns um Þórberg kemst Pétur Gunnarsson skemmtilega að orði þegar hann skrifar: „En það er svo með Þórberg, eins og okkur hin: hann er margir. Þær á annað hundrað dagbóka sem hann lét okkur í té minna á glerstrendingana sem í stað þess að endurvarpa spegilmynd deila henni upp í óteljandi myndbrot.“6 Tveggja binda verk Péturs Gunnarssonar um Þórberg Þórðarson, ÞÞ – í fátæktarlandi (2007) og ÞÞ – í forheimskunarlandi (2009) er rúmlega 500 blaðsíður og telst því yfirgripsmesta verk sem um ævi Þórbergs hefur verið skrifað ef frá eru taldar hans eigin bækur. Ári áður en fyrra bindið af verki Pét­ urs kom út gaf Halldór Guðmundsson út bókina Skáldalíf. Ofvitinn úr Suður- sveit og skáldið á Skriðuklaustri (2006) þar sem hann rekur saman ýmsa þræði úr ævi jafnaldranna Þórbergs og Gunnars Gunnarssonar. Bækur Halldórs Guðmundssonar og Péturs Gunnarssonar eru afar ólíkar en hvorug þeirra myndi teljast „hefðbundin“ ævisaga. Til að valda engum misskilningi er rétt að fara örfáum orðum um hvað ég á við þegar ég skilgreini ævisögu sem „hefð­ bundna“. Þar á ég í fyrsta lagi við ævisögu sem setur lífsferil viðfangs síns upp í línulega frásögn, þ.e. rekur ævina í réttri tímaröð atburða og leitast gjarnan við að skapa heildstæða frásögn þar sem atburðir í ævi manns eru settir í rök­ legt orsakasamhengi. Í öðru lagi leitast flestir höfundar hefðbundinna ævi­
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.