Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 135

Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Side 135
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2010 · 1 135 um sem tældu til sín karlmenn og læstu inn í helli sínum og höfðu sér til gagns. Pétur dregur ekkert undan að hér er skapstór og oft á tíðum viðskotaillur kvenmaður á ferð, en hann byggir myndina af henni upp á fallegan hátt. Hann dregur fram mynd af henni í upphafi kynna þeirra sem kynþokkafullri og skemmtilegri konu, enda traustar heimildir fyrir hvoru tveggja. Hann ítrekar að sú reglubundna umgjörð sem hjónabandið færði Þórbergi hafi líklega verið nauðsynleg forsenda þess að Þórbergur „endurfæddist til ritstarfa“. Hann vitn­ ar í orðsendingar og bréf sem á milli þeirra fóru á ólíkum tímaskeiðum hjóna­ bandsins sem sýna gagnkvæma ást. Þegar hann lýsir skapbrestum Margrétar reynir hann að skilja þá. Hann spyr meira að segja beint: „Hvernig ber að skilja Margréti?“ (ÞÞ – í forheimskunarlandi, bls. 142). Og Pétur gerir tilraun til að skilja Margréti, til að mynda með því að skoða það hlutverk sem konum var ætlað á þeim tíma sem Margrét lifði; hvað var helst talið þeim til tekna og hvað gaf þeim mínus í kladdann. Hér notar Pétur hvorki meira né minna en hið mikla rit Simone de Beauvoir, Le deuxéme sexe, til greiningar á háttalagi henn­ ar. Bókin kom út árið 1949 þegar Simone de Beauvoir er rúmlega fertug en Margrét tæplega fimmtug. Simone de Beauvoir bendir þar meðal annars á að líf kvenna af hennar kynslóð og fyrri kynslóðum hafi verið skilyrt af kynhlut­ verkinu og að kynþokkinn var eitt helsta „valdatæki“ kvenna. Þegar fór að halla undan fæti á því sviði upplifðu konur höfnun og tilgangsleysi tilverunnar sem gjarnan leiddi til vanlíðanar og taugaveiklunar. Þetta kemur vel heim og saman við margt í fari Margrétar sem var umhugað um hylli karlmanna og reyndi oft – árangurslaust að því er virðist – að gera eiginmann sinn afbrýði­ saman, til að mynda í bréfum sem hún sendir honum þegar hún er erlendis, en þar fjallar hún gjarnan um karlhylli sína og möguleika sína á nánari kynnum við aðra karlmenn. Margt er þó ennþá ókannað í sögu Margrétar Jónsdóttur og vekur það til að mynda furðu nútímalesanda hvernig samskipti hennar og Þórbergs eru við börn þau sem þau áttu hvort fyrir sig, en þau áttu engin börn saman eins og kunnugt er. Pétur gerir þeirri sögu nokkur skil en það blasir við að verðugt væri að skrifa ævisögu Margrétar og gæti slík ævisaga eflaust varp­ að nokkru ljósi á aðstæður einstæðra mæðra og „lausaleiksbarna“ á Íslandi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Bækur Péturs Gunnarssonar auka mjög skilning á Þórbergi Þórðarsyni, þessu ólíkindatóli íslenskra bókmennta, um leið og þær eru dæmi um þá grósku sem við erum að sjá í íslenskri ævisagnaritum um þessar mundir. Það er líka mjög viðeigandi að sá sem skrifar ævisögu Þórbergs Þórðarsonar forðist hefðbundnar leiðir því líklega er Þórbergur sá höfundur sem einna frumlegast hefur tekið á ævisagnaforminu á Íslandi; ævisaga hans um séra Árna Þórarins­ son gnæfir enn yfir sem einn af tindum íslenskrar bókmenntasögu rúmri hálfri öld eftir útgáfu lokabindisins og hefur vafalaust verið mörgum ævi­ sagnaritaranum til innblásturs og hvatningar í gegnum tíðina.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.