Tímarit Máls og menningar - 01.02.2010, Síða 136
D ó m a r u m b æ k u r
136 TMM 2010 · 1
Tilvísanir
1 Ritdómur þessi er að miklu leyti byggður á erindi sem höfundur flutti á bókakvöldi Sagnfræð
ingafélags Íslands 14. janúar 2010.
2 Benda má á bækur á borð við Lífsjátningu. Endurminningar Guðmundu Elíasdóttur söngkonu
eftir Ingólf Margeirsson (1981) og Snorra á Húsafelli. Sögu frá 18. öld eftir Þórunni Valdimars
dóttur (1989).
3 Hér mætti nefna ólíkar bækur eins og Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey. Fjölskylda og sam-
tíð Héðins Valdimarssonar eftir Matthías Viðar Sæmundsson (2004), Ballaðan um Bubba
Morthens eftir Jón Atla Jónasson (2006) og Myndin af Ragnari í Smára eftir Jón Karl Helgason
(2009).
4 Sigfús Daðason. „Þórbergur Þórðarson.“ Andvari 1981, bls. 3. Var einnig gefið út í sérprenti.
5 Sama stað.
6 Pétur Gunnarsson. ÞÞ – í forheimskunarlandi. JPV útgáfa 2009, bls. 258. Hér eftir verður vitnað
í bækurnar tvær innan sviga í meginmáli.
7 Í ævisögu sinni um Einar Benediktsson, t.a.m., leyfir Guðjón Friðriksson sér að sviðsetja
atburði og spinna upp samtöl í frásögn sem að öðru leyti myndi falla vel að skilgreiningu
hinnar hefðbundnu ævisögu. Þetta gerir hann alltaf út frá fyrirliggjandi heimildum en margir
myndu segja að hér væri hann að „skálda í eyðurnar“ enda hefur þessi aðferð hans hefur verið
afar umdeild.
8 Þetta kom fram á fundi Sagnfræðingafélagsins sem áður var vísað til.
9 Jón Viðar Jónsson. „Þörf bók um Þórberg.“ Ritdómur um ÞÞ – í forheimskunarlandi. DV 7.
desember 2009, bls. 29.
10 Ég get tek undir þá skoðun sem Loftur Guttormsson viðraði á bókakvöldi Sagnfræðingafélags
ins; að í síðari bók Péturs mætti sjá eina athyglisverðustu og vönduðustu úttekt á hinni ráðandi
vinstri og menntamannaelítu sem hvað mest áberandi var á Íslandi um miðja síðustu öld, sem
gerð hefur verið til þessa dags.
11 Þarna er reyndar um ónákvæmni að ræða því Þórbergur var orðinn 18 ára þegar hann fór til
Reykjavíkur í maí 1906.
Björn Þór Vilhjálmsson
Þjóðarbrot
Eiríkur Örn Norðdahl: Gæska. Mál og menning, Reykjavík, 2009.
Í nýjustu skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl, Gæsku, blandast margháttaðar
formtilraunir þematískum átökum við samtímann. Stílbrögðin reyna á þanþol
bókmenntagreinarinnar og vekja um leið athygli á miðlunaraðferð verksins.
Jafnvel mætti ganga svo langt að segja að skáldsagan hlutgeri tungumálið; hún
skipar því a.m.k. í öndvegi og býður lesanda þannig að dást að möguleikunum
sem búa í innblásinni mælskulist. Á köflum má reyndar velta fyrir sér hvort
skáldsagan, einmitt vegna alltumlykjandi stílbragðanna, tjái á óbeinan hátt
sjálfsögulegar vangaveltur um takmarkanir og endimörk. Hér má með öðrum