Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 8
L a r s L ö n n r o t h 8 TMM 2016 · 2 orði um bréfaskipti. Síðan leið nokkur tími fullur af óró og blekkingum þar til dag einn að ég sagði T[eodor] hreinskilnislega frá sambandinu […] Ég fór til S[igurðar] í Kaupmannahöfn […] Ég var blinduð, vildi bara komast burt frá hinum óhamingjusama Teodor og heimilinu, hélt að S[igurður] og lífið með honum myndi bæta mér upp allt hið gamla og gera mig mjög hamingju- sama.“ (Dagbók 9/3 1915). Af bréfum Sigurðar frá því í september 1913 má ráða að hann hafi fengið bréf frá Teodor sem þvingaði hann til að lofa því að hitta Nönnu aldrei aftur þar sem hún geti ekki yfirgefið börnin og fátækur doktorsnemi í Kaup- mannahöfn geti auk þess ekki framfleytt henni. Sigurður er miður sín en telur sig í fyrstu bundinn af loforði sínu. Hann gerir ekki ráð fyrir að hitta Nönnu aftur (25–6/9). En bréfaskriftirnar hefjast næstum strax aftur og það verður fljótlega ljóst að hvorki hann né Nanna eru tilbúin til að halda loforð sitt við Teodor. Einmitt um þetta leyti var að slakna á hinu stranga hjónabandssiðferði, jafnvel meðal borgarastéttarinnar en þó einkum innan bókmenntaheimsins og meðal menntakvenna eins og Nönnu. Í Svíþjóð predikaði Ellen Key boð- skap sinn um frjálsar ástir sem hún vildi leyfa ef þær byggðust á sönnum til- finningum og hugsjónum. Skáldsaga Hjalmars Söderbergs Den alvarsamma leken, sem lýsir sambandi Lydiu Stille og Arvid Stjärnblom utan hjónabands, hafði komið út árið 1912 og vakið bæði hrifningu og heiftarlegar deilur. Söderberg hafði líka þýtt skáldsögu sem slegið hafði í gegn um alla Evrópu, Le lys rouge (Rauða liljan) eftir Anatole France sem lýsir stormasömum ástum ungs listamanns og giftrar aðalskonu. Sigurður dáði þessa sögu, sem hann las á frönsku í Kaupmannahöfn, og hann vildi að Nanna læsi hana líka þar sem honum þótti hún minna á samband þeirra sjálfra. Þetta kemur fram í fyrsta ástarbréfinu eftir dvölina í Alsbäck (1/8 1913). Nanna vildi fyrir sitt leyti að hann læsi ljóð Eriks Axels Karlfeldt, sem einnig lofsyngur ástina. Sigurður varð sér þegar í stað úti um ljóðabækur skáldsins og bað hana að segja sér hvaða ljóð væru henni kærust (6/8 1913). Af síðari bréfum má ráða að Nanna hvatti hann líka til að lesa önnur sænsk skáld, þar á meðal Fröding og Ola Hansson. Fyrstu mánuðina sem þau skrifast á eru bréf Sigurðar eins og ein samfelld, sterk tilfinningasprengja. Hann saknar hennar óskaplega, hefur aldrei elskað neina eins og hann elskar hana, hún hefur gefið lífi hans nýjan og ríkari til- gang. Ást hans er eins og sólarupprás eftir langa nótt. Hann vill segja henni frá öllu sem hann hendir og hún á að segja honum frá öllu sem kemur fyrir hana. Um sjálfan sig skrifar hann að hann skiptist í þrjá hluta. Sá fyrsti er ytra hlutverk hans: strangur, formfastur og vel menntaður ungur fræðimaður. Þetta hlutverk gefur honum kjölfestu sem kemur í veg fyrir að hann kafsigli. Annar hluti persónuleika hans er uppfullur af stemmningum og ævintýrum, stjórnlaus heimur sem er sjálfum sér ósamkvæmur og fullur af óvæntum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.