Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 26

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 26
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r 26 TMM 2016 · 2 þröngt um okkur og byggir stórt hús upp í Kleppsholti. Þar saknaði ég alltaf einhvers úr Hlíðunum. Mér fannst berangurslegt og langt á milli húsa við Vestur brún. Í þessu húsi fæddust tvær systur mínar, Ásdís og Guðbjörg, kölluð Bauja, amma Theodóra dó og amma Halldóra flutti inn þegar hún varð gömul. Hún valsaði milli góðbúa dætra sinna. Ég á tvær hálfsystur – Dagur er reyndar líka hálfbróðir minn – þær heita Signý og Bergljót Njóla, en við ólumst ekki upp saman. Ég er fædd annan ágúst árið 1950. Hvaðan af landinu ertu ættuð? Ég er Reykvíkingur en eins og hjá flestum Reykvíkingum er skammt í sveitavarginn. Ömmur mínar og afi voru frá Breiðafirði – þaðan er ég ættuð í allar ættir nema eina: Sveinn móðurafi minn kemur með ferskt blóð inn í mengið en hann var frá Suðurlandsundirlendi. Eitt sinn hitti ég gigtarlækni sem rannsakaði gigt á Íslandi, hann vildi taka mér og manni mínum blóð því við kæmum bæði frá Breiðafirði. Þaðan eru fínar gigtaættir og þær ein- kennir að eðlast innbyrðis, sennilega til að viðhalda gigtinni. Ég held hefð- inni og giftist Breiðfirðingi – en hann er auk þess að norðan og austan, við hjónin erum af fimmta og sjötta. Viltu segja mér nánar frá bernskustöðvunum? Ég dvaldi mikið hjá Katrínu og Kristínu sem voru systur pabba í næsta húsi. Katrín var læknir og Kristín hjúkrunarkona. Heima hjá þeim dundaði ég mér og ef pabbi og mamma fóru burtu í ferðir gisti ég þar, þar var gott að vera, þær voru strangar, ég átti til dæmis að læra að þakka fyrir mig, segja takk við hæfi. Eitt sinn lofuðu þær mér dúkkulísu ef ég þakkaði fyrir mér veittan beina en það tókst mér ekki og ég fékk ekki dúkkulísuna, þær stóðu við sitt, að öðru leyti voru þær mjög skemmtilegar og góðar við mig. Ég man eftir að hafa einu sinni sótt mjólk að búinu að Klömbrum þegar ég bjó í Hlíðunum en á Vesturbrún var ég umkringd villtri náttúru á stóru holti og þar hóf ég skólagöngu í Langholtsskóla. Mig minnir að ég hafi alltaf verið að pota í nefið og tala við sjálfa mig, sennilega var mig að dagdreyma eins og börn gera en ég var ekki bókaormur eins og syskini mín flest – þau sílásu. Samt las ég heilmikið, krakkar gerðu það. Þegar Palli vinur minn kom í heimsókn – ding dong – opnaði mamma fyrir honum og sagði: Hún er upp í herbergi. Hann kom inn, ég rétti honum bók og við lásum þangað til einhver hrópaði: Matur! Manstu fyrstu minninguna? Það er svindl að segja frá því afþví hún kom út á bók, í 90 sýni úr minni mínu. Sennilega man ég hana afþví að ég var að gera eitthvað af mér – var að varalita mig. Þá man ég eftir leik með Nonna bróður og vinkonu hans Öbbu. Ég átti að leika barnið, var höfð undir borði og mátti ekki trufla þau. En barnið varð þreytt og labbaði undan borðinu. Þá gekk Abba að exi sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.