Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 28
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
28 TMM 2016 · 2
Manstu eftir fyrstu bíómyndinni sem þú sást?
Nei, en hún var örlagarík því mér er sagt að ég hafi ekki getað sofið ein í
hálft ár á eftir, samt var þetta víst góð tékknesk barnamynd þar sem barist
var með trésverðum.
Fórstu oft í bíó?
Nei, ég fór eiginlega aldrei neitt, var heima hjá mér og oftast í sveit á
sumrin. En svo var stofnaður flottur kvikmyndaklúbbur í menntaskól-
anum og við Guðrún vinkona mín gengum strax í klúbbinn og fengum að
kynnast kvikmyndasögunni – ég bý enn að þessum myndum, þó ég muni
ekki lengur hvað gerðist í Dreyer- og Buñuelmyndunum, og hvað þeir hétu
þessir filmu-karlar; fagurfræðin býr með manni. Síðan hef ég verið sólgin í
bíó. Svo kom sjónvarpið og maður horfði á amerískar myndir og Dýrlinginn.
Sumir kunningjar voru með kanasjónvarpið, hjá þeim reyndi ég að horfa á
Bonanza. En ég hef alltaf viljað spennulausar myndir, æsingur hefur aldrei
heillað mig – það á líka við um bækur. Ég er viðkvæm kona og kæri mig ekki
um að ókunnugt fólk róti í mér að óþörfu. Ég les endi margra bóka fyrst svo
að óþægindin minnki, þær komi mér ekki úr jafnvægi.
Hvort fannst þér skemmtilegra: bók eða bíó?
Það er ekki hægt að svara spurningunni því eðli miðlanna er ólíkt – en
kannski höfða áhrifin til sömu heilastöðvar því auðvitað sér maður fyrir
sér þegar maður les. Það eru nokkrar kvikmyndir sem hafa haft mikil áhrif
á mig og sömuleiðis nokkrar bækur. Þessi spurning, Kristín, er mér ofviða.
Ekki málið.
***
Hvernig barn varstu? Óþekkt, stillt?
Yfirleitt var ég dagfarsprúð en ég gat tekið æðisköst.
Eins og þú segir frá í sögunni Þegar ég kastaði mér í gólfið?
Já, ég er alin upp af mjög íslensku fólki, það sýndi ekki miklar tilfinningar,
maður bara vissi að þetta var gott fólk. Það er svoldið íslenskt að skipta ekki
skapi, foreldrum mínum var ekki vel við þessi æðisköst mín, svo vandist ég af
þessu. Ég held það hafi verið innibyrgð reiði, ekki veit ég hvaðan hún spratt,
en ég þurfti útrás stöku sinnum. Ég hélt ég hefði verið frekar atkvæða lítil í
skóla en síðan fór ég á skólamót og þá sögðu krakkarnir að ég hefði verið svo
sjálfstæð, svo ég hlýt að hafa verið með kjaft eða skoðanir – ég man að ég var
stundum rekin úr tímum, fyrir einhverja ósvífni. Það hefur blundað í mér
óþekktarormur þó að hann hafi ekki verið til staðar dagsdaglega. Ég held að