Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 35

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 35
A ð l í m a v e r ö l d i n a s a m a n TMM 2016 · 2 35 Hvað meturðu minnst í fari manneskju? Ég á mjög erfitt með væmni – þetta er náttúrlega alltaf spurning um smekk – en er ekki einhver lygi falin í væmninni? Hverjir eru kostir þínir? Ég reyni að vera góð manneskja – viðleitnin er kostur. Hvað metur þú minnst í eigin fari? Ég á það til að víkja mér undan veseni, ef mér er misboðið læt ég mig hverfa í stað þess að segja hug minn, er of sein til að segja það sem ég vildi sagt hafa, svo ég bara fer. Hvað á maður að kalla svona? Mm, veit ekki. Þetta er ekki beinlínis átakafælni. Frekar leti og kannski hroki, æ þessar erfðasyndir. Ég er lengi að hugsa minn gang, reiðist ekki – ef við undan- skiljum köstin sem ég tók sem barn – held öllu inni en íhuga tímunum saman hvað ég hefði átt að segja á hinum hárrétta tímapunkti. Kannastu við þetta? Mm, veit ekki, jú, mjög vel, en hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Þú ert búin að spyrja mig að þessu. Nei, þá spurði ég hvað gerir þig glaða. Mér finnst skemmtilegast að einbeita mér – já, hvort sem það er að sam- skiptum eða verkefni. Svo finnst mér gaman að ganga, setja aðra löppina fram fyrir hina, lesa góða bók, horfa á gott leikrit eða bíó, dansa. Mér finnst ægilega gaman að rækta grænmeti, gaman að prjóna sokk. Ég hef sem betur fer gaman að lífinu, að hvunndeginum og næstum öllu þar á milli. Hver er hugmynd þín um (fullkomna) hamingju? Það er einhvers konar samhengi. Hver er uppáhaldsliturinn þinn og -blóm? Allir litir eru háðir samhenginu. Mamma mín og vinur hennar Sigvaldi Thordarson arkitekt pældu mikið í hvaða litir þyldu íslenska birtu sem er köld og blá. Skilyrðin fyrir liti eru öðruvísi hér en til dæmis í Mexíkó og margir litir missa máttinn í norðlægu ljósi. Sigvaldi er núna frægur fyrir litina sem hann valdi: svarblátt, appelsínugult, dumbrautt og hvítt, litir sem verða mjög ferskir og djúsí í íslenskri birtu. Mig dreymdi um bleikt þegar ég var lítil, eða blegt eins og ég sagði. Kannski var það einhver kvenleiksdraumur, maður tekur eftir þessu blæti hjá litlum stelpum, kannski var það afþví að það var ekkert bleikt í kringum mig. Mig dreymdi dagdrauma um blegt pils.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.