Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 43

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 43
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 43 pólitíska vettvang bæði hefðbundin íhaldsstefna (konservatívísmi) og hefð- bundinn kratismi. Í gömlum gildum evrópsk-borgaralegrar íhaldsstefnu var áhersla lögð á kristna trú, þjóðrækni og ættjarðarást, samfélagslega ábyrgð hvers og eins, öryggi og reglu í samfélaginu og sterkt feðraveldi bæði innan fjölskyldu og ríkis – þessi gildi máðust út í framhaldi af byltingunum 1989–1991. Nú eru þau nánast horfin úr pólitískri umræðu. Það sem tók við var neo-kon og nýfrjálshyggjan. Hinn pólitíski áttaviti gekk einnig þeim úr greipum sem aðhylltust hefð- bundna jafnaðarstefnu. Hún missti viðmiðunina við stéttahugmyndina. Þegar stéttaríkið – sem slíkt – var horfið úr almennri umræðu, hvarf við- spyrnan – framtíðin sveipaðist þoku. Ef andstæðar stéttirnar voru ekki lengur sá veruleiki sem almenningur skynjaði – hvaða meining var þá í því að berjast fyrir samfélagi án stéttamismunar? Kommúnisminn var ekki til staðar lengur til að brýna kratana, með því að kalla þá stéttsvikara og handlangara auðvaldsins. Um leið hvarf eldsneytið í baráttu jafnaðarmanna gegn kommunum vegna alræðis þeirra síðarnefndu, ófrelsis þegna þeirra og undirokunarstefnu. Það sem á eftir kom var Blair-isminn eða New Labour stefnan. Báðar fyrrnefndar stefnur – íhaldshyggjan og kratisminn – vantaði nú sár- lega gagnaðilann. Andstæðingurinn gufaði upp og með hvarfi hans breyttist umræðan, varð opnari en jafnframt einsleitnari. Hún snerist meir um hag- skipanina, með og móti. Þetta skók tilvistargrundvöll hefðbundins íhalds og gamla kratismans. Það sem einu sinni þótti gott og gilt mátti nú draga í efa. Hefðbundin gildi og baráttumál misstu marks. Hvaða hugmyndir takast þá nú á innan nútíma vestrænna samfélaga? Eru viðfangsefni jafnaðarmanna einhver önnur en annarra miðjusækinna stjórnmálaflokka? Nei, því miður. Ekki er um auðugan garð að gresja. Engar ferskar hugmyndir um nýtt og breytt eða annars konar samfélag. Ný hug- myndafræði ekki í sjónmáli. Sú nýjasta var feminisminn, sem þegar er farinn að grána. Ekki eru sjáanlegar neinar útlínur nýs samfélagssáttmála. Þó er nóg af upplausn, úlfúð og átökum. Samt er það svo að ekki er örgrannt um að ný tímamót séu að knýja dyra. Ef grannt er skoðað má kenna breyttar pólitískar viðmiðanir. Ný pólitísk eyktarmörk, þar sem átakalínur samfélags nútímans virðast liggja. Þessar eyktir eru okkur þó gamalkunnar. Þær heita: Fortíð, nútíð og framtíð. Pólitískir hreyfiferlar og tilvísanir taka nú í vaxandi mæli mið af og snúast um hugmyndir sem rekja má til mismunandi tímaskeiða. Það endurspeglast í pólitískum átökum um þessar mundir. Með því að skoða og fylgjast með pólitískum hræringum í álfunni má rekja slóðina. Við erum annars vegar vitni að aðför pólitískra hugmynda úr fortíð, sem sækja að samtímanum. Jafnframt hamlar hagskipan nútímans sýn til framtíðar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.