Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 46
Þ r ö s t u r Ó l a f s s o n 46 TMM 2016 · 2 Á fyrstu tíu árum Skinfaxa, málgagns ungmennafélaganna, sem Jónas ritstýrði eftir 1911, er bæði í leiðurum og öðrum skrifum fjallað um það, að kaupstaðalífið íslenska sé að bera sveitalífið ofurliði. Kaupstaðirnir séu bæði of margir og of fjölmennir; sá faraldur geisi um landið, að æskulýðurinn streymi til kaupstaðanna og fjöldinn allur hafi snúið baki við sveitalífi fyrir fullt og allt. – Allir sjái, hvílíkur voði þetta sé þjóðlífinu og öllum framförum í landinu. Þetta sé þjóðinni hættulegra en búferlaflutningarnir til Ameríku. Snúa verði af þessari viðsjárverðu braut. Sams konar málflutningur þótti aftur boðlegur með tilkomu nýrrar ríkis- stjórnar. Móta skal nútíð okkar úr þekktum hugmyndaheimi fortíðar. Jónas frá Hriflu kallaði þetta kauptúnasýki, sem yrði að stöðva. Hann tók til óspilltra málanna við að smíða pólitíska stefnu fyrir ungan flokk, byggða á eins konar afturhvarfi til þjóðveldissamfélagsins. Jónas afbakaði útópíu jafnaðarmanna og flutti hana uppí sveit. Verkfærið var Framsóknar- flokkurinn. Hann hannaði og gróðursetti þá framtíðarsýn að íslensk bændastétt skyldi leiða þjóðina inn í farsæla framtíð. Hann fól það bændum og búaliði að aðlaga íslenskt samfélag þessari framtíðarsýn. Fjölga skyldi í sveitum. Landnám ríkisins átti að auka ræktanlegt land fyrir stórtæka nýbýlabyggð. Pólitísk og þjóðfélagsleg undirtök ættu að vera hjá bændum til frambúðar. Til að tryggja pólitískt yfirráð sveitanna var tangarhaldið geirnegld með ójöfnum kosningarétti. Hrinda skyldi af stað menningar- og viðskiptabyltingu í dreifbýlinu svo bændur gætu sinnt forystuhlutverki sínu. Samvinnurekstur dreifbýlisins var mótvægið við og áskorun á einkarekstur í bæjunum. Samvinnuskólinn var stofnaður til að mennta elítuna – forystusveit samvinnuhreyfingarinnar. Jónas kom á fót héraðs- eða alþýðuskólum. Allir voru þeir staðsettir í dreifðum byggðum. Allt var þetta gert í nafni litla mannsins og bændasynir höfðu þessa lífssýn að leiðarljósi allt sitt líf, löngu eftir að þeir voru komnir í daglaunavinnu á mölina. Í þessari framtíðarsýn – tilraun til íslenskrar útópíu – lá styrkur Framsóknarflokksins. Á grunni hennar varð til öflug alþýðuhreyfing í sveitum landsins. Rétt er að taka það fram, að þegar ég tala hér um Jónas frá Hriflu, þá nota ég hann meira sem táknmynd en allsráðandi, einan geranda – því þó hann hafi verið þyngsta áburðarkerran, var hann alls ekki sú eina. Alþýðuhreyfing jafnaðarmanna Sýn Jónasar um endurnýjun sveitabúskaparins á kostnað þéttbýlisins gerði hugsjón jafnaðarmanna erfitt fyrir. Tvær alþýðuhreyfingar kepptu um atkvæði og pólitísk heimkynni. Ungt sveitafólk sem komið var á mölina hafði bundist og játast hugsýn Jónasar um nýja gullöld velmegandi sveita.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.