Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 49

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 49
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 49 unum, hvað eftir annað, gæti auðveldlega orðið tæringunni að bráð. Slíkur flokkur hefur ekki mikið aðdráttarafl. Þess vegna hrekst hann til áhrifa- leysis. Enn er þó jafnaðarstefna viss kjarni í pólitísku veganesti flokksins. En það nægir ekki lengur, því stefnuskrám virðist vera ofaukið. Síðasta ríkisstjórn og endalok hennar virðist hafa skipt sköpum í fylgistapi flokks- ins. Hún var: Ríkisstjórn þar sem hver höndin var upp á móti annarri; fyrir opnum tjöldum. Ríkisstjórn þar sem eigin ráðherrar hindruðu framgang meginmála ríkis- stjórnar sinnar. Ríkisstjórn sem ekki kunni að forgangsraða mikilvægustu verkefnunum og klára þau; Ríkisstjórn sem hálsbraut sig á Icesave, setti svo stjórnarskrármálið á dag- skrá án þess að ljúka því. Ríkisstjórn sem virtist setja metnað sinn helst í það að sanna að vinstri stjórn geti setið út heilt kjörtímabil. Þannig ríkisstjórn fælir kjósendur frá og þá skiptir það minna máli þótt viðkomandi ríkisstjórn hafi á ýmsum sviðum lyft grettistaki. Í augum kjós- enda var hún ónýt. Núverandi forystusveit Samfylkingarinnar leggur margt skynsamlegt til málanna. En hana vantar tengingu við þjóðina. Ungt venjulegt fjölskyldufólk er aðþrengt. Lífsbarátta þess er allt annað en auðveld. Verðtryggð krónan, fokdýrar landbúnaðarvörur, útlátamikið og vandfundið húsnæði gerir þeim lífið erfitt, því launin eru ekki að sama skapi há. Samfylkingin virðist ekki hafa haft frumkvæði að því að mynda með þeim baráttuhópa fyrir betri kjörum. Þannig mætti halda áfram. Þótt margt hafi breyst er enn til staðar pólitísk ábyrgð stjórnmálaflokks jafnaðarmanna gagnvart þeim þjóðfélagshópum, sem álíta forystusveit þjóðarinnar eða efnahagskerfið sem slíkt vera sér andsnúið. Og það skiptir engu máli hvort forysta Samfylkingarinnar er þessum hópum að einhverju leyti ósammála og finnist þeir vera ósanngjarnir – við þá þarf að tala. Flokk- ur inn verður að sýna þessu fólki fram á, að hann láti sér ekki standa á sama. Jafnaðarstefnan snýst ekki hvað síst um það að fólk viti að það skipti máli, vandamál þess sé líka vandamál flokks jafnaðarmanna og fólk finni að það sé ekki eitt á báti. Það eru ekki upphlaup á alþingi, heldur samtöl við almenn- ing sem gera gæfumuninn. Þess vegna er það mikilvægt að gefa almennum borgurum tækifæri til að setjast á alþingi fyrir jafnaðarmannaflokk. Meðan prófkjörsaðferðin er notuð til að forgangsraða á framboðslista komast fyrst og fremst þekkt andlit og persónur úr framvarðarsveit flokksins á lista. Í stað helmingareglu kynja ætti ekki síður að hafa helmingareglu almennings og elítu. Það myndi jarð- binda flöktandi fylkingu betur. Þegar forystusveitin er farin að endurnýja sjálfa sig, eins og prófkjörin ýta undir, þá er einangrun afleiðingin.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.