Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 59

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 59
U m s k u r ð u r h u g a r fa r s i n s TMM 2016 · 2 59 Land og borg Gínueflói skerst inn á suðvesturhorni vesturskagandi Afríku. Landið sem kennt er við flóann klofnaði við nýlendukapphlaupið í þessar tvær Gíneur, Gíneu Bissau og Gíneu Conakry. Flugvélin tók mig aftur í tímann. Conakry er að mörgu leyti á svipuðu stigi og Ísland og Reykjavík árið 1900. Vatns- berar aka vatni í handkerrum, eins og gert var í gömlu Reykjavík og konur bera vatnið á höfðinu í stað þess að nota fötur hangandi í oki. Hér skín í hið forna því tíminn stóð í stað á meðan iðnbylting hins vél- vædda samtíma tók ógnhratt yfir á Íslandi. Hér lifir fólk líkt og á Íslandi meðan við vorum að stíga út úr miðöldum. Við þröngan og lélegan húsakost, hvergi vond lykt þó. Vatnsveitan er svo takmörkuð að dögum saman er þurr- vatnseyðsla í krönum, svo vatnsberar fá nóg að gera að bera inn vatn í hús. Í glæsihúsi sem mér var boðið í með úrvali úr Les Merveilles ballettinum, var brunnur eins og í biblíusögunum. Til að nota þegar þornar í krönum. Verið var að taka upp þakklætisdans og -músík til erlends fyrirtækis sem gaf bor til að ná jarðvatni. Gínea er rík af vatni og frjósemi, en svo gamaldags að hún kann ekki að fullnýta lindir sínar á þurrkatíma. Vatnsveitan hér er takmörkuð, eins og í Reykjavík fyrir hundrað árum, þegar allt kom með kalda vatninu. Rafmagn er nýlega óskammtað allan sólarhringinn, ókeypis, og dágóður bílafloti og mótorhjól. Alveg sæmilegir bílar sjást innan um slitna skrjóða hér á götum Conakry. Borgin er stór á löngum skaga, svona svolítið eins og Reykjavík sem stal nafninu af Seltjarnarnesi, bara miklu stærri. Maður hossast endalaust um rykugar göturnar í skítugum slitnum leigubílum. Eftir að afródíturnar danssystur mínar fóru og ég féll út úr því samkrulli hef ég hafið eigin rann- sóknir á músík, borg og landi með leiðsögumanni mínum Ballake Cissuko, einum af trymblum okkar og Merveilles ballettsins. Með tölvu, myndavél og hljóðupptökutæki að vopni. Ballake er virtur tónlistarmaður hér, spilar mikið í veislum, honum er heilsað virðulega hvert sem við förum. Strax og við kynntumst hóf hann að kenna mér Súsú mál, því honum finnst ótækt að ég tali frönsku, því hér ríkir andfrönsk þjóðernishyggja, ekki ósvipuð Dana- hatri Íslendinga fyrir öld. Hann sýnir mér ótrúlega króka og kima þessarar stórkostlegu borgar og býður mér í hús vina sinna. Ég er komin langt inn fyrir himnur túrismans, nema hvað hér í landi eru engir túristar. Ég hangi svo mikið með Ballake og vinum hans að þeir kalla mig Madame Cissuko, og hlæja yfir sig ánægðir. Drottning mín dýra. Ungar konur nota gamla karla þegar þær laðast að þeim. Hljómar ekki fallega. Ég berst við umskurð hugar míns eins og Kíkóti við vindmyllur. Framgjarnt ungt fólk í fátækragildru þriðja heims sér enga leið út aðra en að hengja sig á eldri Vesturlandabúa. Fólk getur verið ástfangið í alvörunni, ég vona svo sé sem oftast í alvörunni. En yfir mig dembist köld sturta eigin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.