Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 60

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 60
Þ ó r u n n J a r l a Va l d i m a r s d ó t t i r 60 TMM 2016 · 2 fordóma, þegar mér er gert slíkt tilboð. Allt er frjálst, hommar og lesbíur, nema konan á alls ekki að vera eldri en karlinn, í gagnkynrænum sam- böndum. Ballake talar Fúlamál móður sinnar, súsú, frönsku og ensku. Hann myndi blómstra á Íslandi og sætar stelpur berjast um hann. Vér fræðumst í ýmsar áttir. Bara ég hefði ekki séð þessa hræðilegu kvikmynd um þýskar gamlar kerlingar sem fara í sexferðir til Kenya. Get sko bara aldrei og alls ekki verið þær. Er lús milli nagla eigin fordóma. Með Ballake hoppa ég upp í leigubíla sem aðrir eru í. Jafnvel fimm, þá bara troða allir sér saman og það er ósköp notalegt. – Il y a place pour deux? Svona þjappar fólk sér saman á ódýran hátt til að komast milli borgar- hluta, því engir eru strætisvagnar. Borgina skortir slíkan samtímamunað, sem og ruslabíla og sorphreinsikerfi, nema fyrir þá örfáu ríku sem hafi efni á að borga. Conakry er ruslhaf, en aldrei er matarörðu hent og allt er sól- þurrkað sem saltfiskur svo maður finnur ekki vonda lykt. Affallskerfi neðan jarðar virkar vel. Hér ríkir plastöld. Mest allt ruslið á götunum er lúið plast, langmest notaðir pelastórir vatnspokar sem fólk drekkur eins og úr plast- brjósti, hreint vatn sem fæst keypt af konum sem bera það á bakka á höfðinu til sölu. Öllu er umsvifalaust og umhugsunarlaust fleygt á götuna. Það tekur tíma að venjast þessu, eftir allan ruslheilaþvottinn heima á Íslandi, sem telur að umhverfisvernd einskorðist við að fleygja ekki rusli. Guð veit hvað við höfum gert og gerum í og á sjó. Mér er alltaf um og ó á laugardögum þegar ég set umhverfisvæna klósettsápuna í klósettið heima og hugsa til þess hvað spýtist út í Faxaflóa af sápu eitur óþverra. Sýrustig hafsins kringum Ísland drepur meter af kóralskóg neðanfrá á ári. Þingvallavatn er stórmengað og borholur spúa eitri. Þessu er öllu ýtt af umræðuborðinu hið snarasta eftir að smáfrétt birtist, sem og því að köld saltlaus hringiða bráðnaðs íss snýst norðan við landið, sem gæti stöðvað Golfstrauminn. Við teljum okkur góð því við fleygjum ekki rusli. Bara það væri svo einfalt. Milljónirnar hér í Conakry búa þétt í hafi fátæklegra kofa. Stöku hús standa eins og hamrar eða klettar upp úr hafi fátækra hreysa. Borgin er nær öll slömm, fátækrahverfi. Kofarnir eru steyptir og byggðir úr múrsteinum, þökin úr bárujárni, stundum slitnu og ryðguðu, bárujárnsplötum þá haldið niðri með steinhnullungum. Leki þessi þök, ef þök skyldi kalla, setur fólk plast á vissa bletti til að varna leka, og festir það líka með grjóti. Fólk bjargar sér. Menn þurfa ekki svo marga fermetra því úti er ljúft og heitt. Á labbi mínu um hin ýmsu hverfi varð fljótt ljóst að stofan og eldhúsið eru utandyra. Fólk þarf bara svefnherbergi og klósett. Menn elda á trékolum úti og selja gestum og gangandi mat með sér. Gaman að hanga úti, sitja úti, ekki bara sumarkvöldin fjögur eins og heima í Reykjavík.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.