Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 77

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 77
Þ e g a r s é n í i ð s ý n i r k l æ r n a r TMM 2016 · 2 77 hefðbundið íslenskt ljóðform. En það er mín prívatskoðun og ástæðulaust að reyna að sannfæra mig um annað. Eins og við má búast hjá ungu skáldi er ástin fyrirferðarmikil í þessari fyrstu bók Gerðar Kristnýjar. Og hún er bæði sár og sæl. Vissulega hefur margt kvæðið verið ort um vonbrigði ástarinnar, ástina sem ekki er endur- goldin og vonirnar sem urðu að engu. En það er ekki sama hvernig það er gert og orðfæri Gerðar Kristnýjar kliðar í þessari bók svo undur mjúkt að manni hættir til að læra utanað heil kvæði án þess að ætla að gera það og myndmál hennar er fjölskrúðugt og litríkt. Dálitlum kulda stafar þó af sumum ljóðunum enda heitir bókin Ísfrétt og ætti ekki að þurfa að skýra fyrir þeim sem skilja skáldlegt tal. Ég fór strax að hlakka til næstu bókar. Sá ljóðþroski sem einkenndi þessa fyrstu bók Gerðar Kristnýjar átti enn eftir að vaxa, en hún sýndi reyndar fljótt að hún var ekki einhöm, hún átti eftir að láta til sín taka á öðrum vettvangi en ljóðsins eins, hún var jafnvíg á skáldsögur sem barnabækur og mér var alltaf jafnskemmt, hvort heldur ég fór á eftir henni yfir regnbogann eða át með henni eitruð epli eða fylgdi henni í launkofann sex árum eftir ísfréttina. Í Launkofa er ástin með öllu sínu ves- eni enn fyrirferðarmikil en önnur og nýstárleg yrkisefni leita einnig á, meðal annars það sígilda yrkisefni skálda og fræðimanna, kötturinn. Mikið verður gömlum kattakarli alltaf skemmt ef hann les góð ljóð um þetta merkilega dýr sem líkist mannkindinni meira en önnur dýr að slægð, viti, tryggð, sérvisku og lífsgleði og hefur auk þess kímnigáfu langt umfram önnur dýr, ekki hvað síst ef hann hefur þrásinnis reynt að setja eitthvað saman um kettina sína en það hefur aldrei orðið annað en hnoð. Þegar loksins tókst að kenna mér að lesa vissi ég enga bók betri en söguna hans Kiplings um köttinn sem fór sinna eigin ferða. Og enn þykja mér ljóð um ketti betri en önnur ljóð. Þegar ég hef reynt að koma frá mér bókum hefur mér ávallt verið sagt að nöfn bóka skiptu miklu máli. Því er ég alveg sammála og ég hef alltaf öfundað höfunda sem gátu nefnt bækur sínar The Snows of Kilimanjaro, Þjóf í paradís, Untergang des Abendlandes, Les fleurs du mal eða Fljótt, fljótt sagði fuglinn. Þess háttar bókanöfn eru skáldskapur í sjálfu sér og bera vitni um þroska og smekk höfundanna. Gerður Kristný skipaði sér í þann flokk strax með sinni fyrstu bók. Ísfrétt! Hvernig dettur rúmlega tvítugri stúlku svona lagað í hug? Í þessu nafni er fólginn meiri þroski og kannski fyrst og fremst meira þor, meiri óskammfeilni, en almennt er að finna hjá ungu fólki. Sakið mig bara um karlrembu, ég ætla samt að halda því fram eftir margra ára menntaskóla- kennslu, að það séu fáar ungar stúlkur sem tengja viðvörun veðurstofunnar til sæfara við eigið tilfinningalíf. Ég held meira að segja að fáar ungar stúlkur taki eftir veðurfréttunum nema þá þær spái sólskini. Flestir stráklingar eru reyndar ekki hótinu betri, en hér er ég að ræða um stúlku sem yrkir ljóð en ekki strákling sem sparkar fótbolta milli þess sem hann liggur yfir klámblaði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.