Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 78

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 78
B ö ð va r G u ð m u n d s s o n 78 TMM 2016 · 2 Æijá, friður sé með yður, löngu liðnu æskuár! Bókanöfn Gerðar Kristnýjar, og reyndar nöfn ljóða hennar líka, eru merkilegur skáldskapur og mann langar til að spinna úr þeim nýtt ljóð, sigla með Mörtu smörtu á þjóðhátíð í eyjum á báti með segli og allt. Að ég tali nú ekki um að skreppa með henni á ball á Bessastöðum að dansa Óla skans og finna svo í garðinum höggstað á prinsessunni í höllinni sem svaf á Ströndum. Um Blóðhófni hefur svo margt verið sagt af svo miklu viti að ég hef þar litlu við að bæta. Langar þó aðeins til að minnast þess þegar ég hlustaði á Gerði Kristnýju flytja það verk 5. september 2010 í Reykholti, skömmu áður en það kom á bók. Það var ógleymanleg stund og eitt af því sem ég man var þögnin í bókasafni Snorrastofu meðan hún fletti blaði að næsta ljóði. Við biðum, ég vil ekki segja með öndina í hálsinum en nálægt því. Eftir lesturinn hvíslaði gamall sveitungi að mér, maður sem unni hinu hefðbundna ljóði og vildi helst eins og ég hafa ljóðin rímuð og stuðluð: „Déskoti er þetta mergjað.“ Ég hef síðan lesið margt gáfulegt um Blóðhófni en mér finnst engu að síður þau orð segja meira en flest annað. Déskoti er þetta mergjað. Það er svo annað mál að ég hef alltaf fundið svolítið til með Skírni. Hann var í klípu en enginn tekur málstað hans. Húsbóndinn málþola heima og alveg að springa og hann átti trúlega ekki von á góðu ef hann kæmi slyppur heim. Skósveinar sem ekki framfylgdu skipun húsbænda sinna máttu búast við öllu illu. Og þegar Gerður Gymisdóttir fer undan í kvenlegum flæmingi grípur Skírnir til þess örþrifaráðs að hóta henni, – segir að hún fái ekki annað að drekka en geitarhland og hótar henni tíðateppu að auki. Þá sér hún hvað hann er í miklum kröggum og fær honum fullan bikar af besta drykk til að róa hann, og lofar að koma og hitta Frey – seinna. Þetta er víst ekki kórrétt femínísk útlegging á atburðarásinni, en mér hefur alltaf fundist Gerður Gymisdóttir bregðast afskaplega skynsamlega við. Svona geta vitrar konur fengið verstu mannhunda til að stinga skottinu milli fótanna. Ég get ekki endað þetta rabb án þess að minnast á Drápu sem kom út 2014. Ég hef einlæga skömm á glæpasögum. Spennusagan, spennuglæpasagan, tröllríður bókaheiminum í dag, mest auðvitað afþreyingarbókmenntunum, en jafnvel „alvöru“ höfundar hafa ánetjast þessum skolla, sem á auðvitað rætur í söluhyggju og kapítalisma eins og allt illt. Ég veit að þetta eru for- dómar, en þennan fordóminn ætla ég að reyna að varðveita fram á grafar- bakkann. Ég hafði ekki hugmynd um hvað Drápa snerist þegar ég opnaði hana fullur tilhlökkunar. Og ég las hana, hámaði hana í mig síðu eftir síðu og hugsaði sem svo: Hún lætur sko ekki deigan síga. Maður hefði svo sem alveg getað búist við svolítilli skáldlegri lægð eftir Blóðhófni, en því var aldeilis ekki til að dreifa. Þegar ég sagði góðu fólki frá hrifningu minni á þessum ljóðum var mér sagt að þetta væri glæpasaga. Það hafði mér aldrei dottið í hug. Mér finnst Drápa kallast meira á við fyrstu bók Gerðar Krist-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.