Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 96

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 96
96 TMM 2016 · 2 Jón Karl Helgason Þrautreyndur nýgræðingur Fyrstu skrif Elíasar Marar Í greininni „Nýr penni í nýju lýðveldi“, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins haustið 2006, minntist Hjálmar Sveinsson sextíu ára rithöfundarafmælis Elíasar Marar (1924–2007). Tímasetningin miðaðist við að fyrsta skáldsaga Elíasar, Eftir örstuttan leik, kom út hjá Víkingsútgáfunni 1946. Hjálmar sagði að sagan, sem lýsir tilvistarkreppu ungs manns í Reykjavík á stríðsárunum, markaði tímamót í íslenskri bókmenntasögu: „Hér er ekki fjallað um rang- látt auðvaldsþjóðfélag eða söknuð eftir sveitinni, heldur hlutskipti nútíma- manns sem hefur allt til alls en ekkert hald í hefðum, þjóðfélagsstöðu, trú, fjölskyldu.“1 Jafnframt kvartaði Hjálmar yfir því að fáir læsu í seinni tíð bækur Elíasar enda væru þær ekki fáanlegar í bókabúðum. Grein Hjálmars og umfjöllun Dagnýjar Kristjánsdóttur um verk Elíasar í fjórða bindi Íslenskrar bókmenntasögu, sem kom út sama ár, mörkuðu þátta skil í umræðu um verk og feril þessa athyglisverða höfundar eftir að ríkt hafði þögn um hann svo árum skipti.2 Í kjölfarið hafa komið út allmörg rit um og eftir Elías, haldin hafa verið tvö málþing um hann, auk þess sem Reykjavík Bókmenntaborg, Ríkisútvarpið og Landbókasafn-Háskólabóka- safn sýndu honum sérstakan sóma á Lestrarhátíð í Reykjavík í október 2012.3 Í raun hafa skapast spánnýjar forsendur til að meta höfundarskap Elíasar. Þar munar mestu um framlag Hjálmars Sveinssonar og Þorsteins Antons- sonar, sem báðir hafa sent frá sér bækur um höfundinn og annast útgáfu á verkum eftir hann, þar á meðal á áður óbirtu efni.4 Í grein sem ég birti árið 2006 færði ég rök fyrir því að í Eftir örstuttan leik nýtti Elías sér fagurfræði hinnar sjálfgetnu skáldsögu en meðal þekktra erlendra verka af þessu tagi má nefna Í leit að glötuðum tíma (À la recherche du temps perdu, 1913–1927) eftir Marcel Proust og Ógleðina (La Nausée, 1938) eftir Jean-Paul Sartre. Ég fullyrti jafnframt að hinn 22 ára rithöfundur hefði við útgáfu bókarinnar verið „ótvíræður nýgræðingur á ritvellinum“.5 Á þeim tíu árum sem nú eru liðin hef ég uppgötvað að þessi fullyrðing var úr lausu lofti gripin. Elías gaf opinberlega út töluvert af efni á stríðsárunum, þar á meðal nokkrar smásögur sem síðar urðu uppistaðan í smásagnasafninu Gamalt fólk og nýtt (1950). Í þessari grein langar mig að gera bragarbót og rekja í grófum dráttum feril Elíasar fram að útgáfu fyrstu skáldsögunnar. Lögð verður áhersla á efni sem hann skrifaði en birti ekki á árunum 1939 til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.