Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 98
J ó n K a r l H e l g a s o n 98 TMM 2016 · 2 eitthvert samband væri á milli þeirra feðga. Í raun og veru var Elías orðinn einstæðingur átján ára gamall og var í vissum skilningi að missa móður í annað skipti á ævinni.10 Í þeim tveimur bókum með skrifum Elíasar sem Þorsteinn Antonsson annaðist útgáfu á, Elíasarbók (2011) og Elíasarmálum (2014), má finna nokkra texta frá þessum tíma. Þar á meðal er sögubrotið „Miðnætursól“ frá 1939 sem lýsir því þegar sögumaður hittir ókunnan, fullágengan karlmann á Melunum í Reykjavík: Loksins þegar við vorum komnir suður að loftskeytastöðinni, þá sagði hann: „Ég skal sýna yður fjársjóðinn minn.“ Ég hafði verið að hugsa um eitthvað annað og engan gaum gefið orðum hans, sem þó höfðu verið töluð af alvöru og með tilhlýðilegum og ákveðnum rómi. Og af þessu varð aftur þögn.11 Sögumaður dregur að lokum þá ályktun að maðurinn sé ekki bara drukkinn heldur líka geðveikur. Ekki er ljóst hvernig samskiptum þeirra lýkur. Frá sama ári eru kvæðin „Reykjavíkuróður“, „Málaðar meyjar“ og „Drengurinn í Öskjuhlíð“. Í því síðastnefnda segir af ungum sveini sem (líkt og litla stúlkan með eldspýturnar) situr „loppinn á höndum og einn“ uppi í Öskju- hlíð, „og hann dottar; hann er leiður á öllum, öllum, öllum“. Það er ekki fyrr en hann sofnar og fer að dreyma drottin að „honum finnst að sál hans sé sæl og / svefninn veitir frið og hvíld líkamanum veika“.12 Í Elíasarbók og Elíasarmálum eru nokkrir textar frá árunum 1941 til 1942, þeirra á meðal kvæðin „Við þykjumst lifa …“, „Samtal við silungsveiðar“ og „Kvæði til skálds“, smásagan „Erfðaskrá Jónatans frá Stíflu“ og uppkast að skáldsögunni Börnin á mölinni. „Kvæði til skálds“ er ort út frá teiknaðri mynd af skáldinu Steini Steinarr sem Elías virðist í senn dást að og hafa efa- semdir um: „En til hvers nú ertu að treina þitt líf / fyrst hin tómláta veröld er þögul og kvalin,“ spyr hann skáldið á myndinni og bætir við: „Hví styttir þú ekki þitt stríð og kíf / og steypir þér í dauðans valinn?“ Lokaerindið er svohljóðandi: Ef vínnautn þín yrði til varnaðar þeim er á veginum glepjast, er hlutverk þitt mikið. Ef söngljóð þín ná því, að sýna’ oss í heim sorgar, – og táls þeirra’ er hafa þig svikið, þá hefur þú sigri á hólminum náð, þá hefur þú frækorni í jarðveginn sáð sem enginn mun þaðan aftur fá vikið.13 Í þessu sambandi er rétt að rifja upp að Elías var enn virkur innan góð- templarahreyfingarinnar og raunar kosinn varaforseti Sambands bindindis- félaga í árslok 1943.14 Skömmu síðar, 1. febrúar 1944, flutti hann ræðu um bindindismál yfir nemendum Gagnfræðaskólans þar sem hann gagnrýndi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.