Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 99
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r TMM 2016 · 2 99 meðal annars svokölluð rússagildi í Háskóla Íslands þar sem einn af læri- feðrunum var skipaður meistari yfir áfengisdrykkju nýstúdenta.15 „Erfðaskrá Jónatans frá Stíflu“ er, eins og titillinn gefur til kynna, skop- saga sem beinist að alþingismanninum Jónasi Jónssyni frá Hriflu en hann átti í hörðum deilum við íslenska listamenn árið 1941, þegar sagan var skrifuð. Samkvæmt sögu Elíasar er Jónatan frá Stíflu „orðinn eins og úrelt amboð“ og eru flestir því fegnir að hann fái hvíldina.16 Eitt tilefni sögunnar virðast vera störf Jónasar í Þingvallanefnd en hún hafði meðal annars komið á fót þjóðargrafreit á Þingvöllum í ársbyrjun 1940 í kjölfar andláts Einars skálds Benediktssonar.17 Í niðurlagi erfðaskrárinnar, sem er drjúgur hluti af texta sögunnar, skrifar Jónatan: Loks vil jeg beiðast þess og vona að því verði framfilgt, en það er jeg fái að hvíla í reitnum á Þingvöllum þar sem á að grafa beztu menn þjóðarinnar og blessað þjóð- skáldið nú kvílir. Finnst mjer að jeg meigi vera þar sem fulltrúi athafnasamra sona þjóðarinnar frá seinastri hálfri öld. Ekki ætlast jeg til þess að mjer verði reistur neinn minnisvarði.18 Sagan kallast á við þekkt ljóð sem Steinn Steinarr orti í tilefni af menningar- starfi Jónasar frá Hriflu á þessum árum, svo sem „Samræmt göngulag fornt“ og „Ný för að Snorra Sturlusyni“, en mikilvægir drættir í persónulýsingu Jónatans felast í afkáralegri stafsetningunni. Börnin á mölinni er lengsti textinn sem Þorsteinn Antonsson birtir í bókum sínum, tæpar 60 síður. Framan af er þetta eins konar hópsaga sem lýsir lífi verkamannafjölskyldu í Reykjavík, öðrum íbúum hússins sem hún býr í og barnaskólanum sem sonurinn, Jón Hansson, sækir. Finna má athyglisverða skáldlega meðvitund í þessum köflum þar sem söguhöfundur spjallar kumpánlega við lesendur um sögusvið og persónur: Emilía Jóns kemur nokkuð við sögu Jóns Hanssonar næstu árin, og þess vegna skulum við skyggnast inn í íbúð hennar örlitla stund. […] Nú skulum við ganga inn í stofuna, einu stofuna af þremur, sem Emilía Jóns nefnir stofu. „Stofan mín,“ segir hún. Við skulum ganga hljóðlega inn um þessar dyr. […] Emilía Jóns, húsmóðirin, situr nú í arinstól og les. – Hún verður okkar ekki vör, því inn til hennar komum við í huganum, án þess að raska við þeirri ró, sem inni er. Hér er helgur staður.19 Þegar á frásögnina líður beinist höfuðathygli að drengnum. Eftir að Hans faðir hans deyr kemur móðir Jóns honum í fóstur. Átakanlegur kafli Barnanna á mölinni lýsir því þegar drengurinn ætlar að heimsækja hana í kjallaraíbúð í bakhúsi við Lindargötu en hittir bara fyrir leigusalann, eldri konu, sem gefur í skyn að móðir Jóns stundi vændi og sé komin í Ástandið: „Þessar bölvaðar gálur, sem íslenzka kvenfólkið er nú orðið. Eiga krakka með hinum og öðrum og geta ekki feðrað þá.“20
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.