Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 139
TMM 2016 · 2 139
Þorgeir Tryggvason
Palli Sigsgaard og
Páll Hermanns
Hermann Stefánsson, Leiðin út í heim,
Sæmundur, 2015
Tilgangur skáldskaparins er að segja
fregnir af brúðunni sem hefur verið
stolið af lesandanum, að senda honum
bréf frá brúðunni. Slíkt bréf sættir
lesandann ekki sem spaklegast við missi
hennar heldur sýnir honum fram á, líkt
og barni, að heimurinn var til og verður
til án hans. Að hver brúða verður að fara
út í heim og standa á eigin fótum og leita
ævintýrisins.
Níu þjófalyklar 2004
I
Hermann Stefánsson má hiklaust telja
til óreiðumanna í íslenskum bók-
menntaheimi. Þessi heimspekilegi húm-
oristi hóf skáldferil sinn með mjög svo
opinskáu samtali við skáldsystkini sín –
við gætum jafnvel talað um sníkjulífi á
þeim – í Níu þjófalyklum (2004).Hann
vinnur á sérlega skapandi og strákslegan
hátt með form og klisjur afþreyingar-
bókmennta í Algleymi (2008) og Hælinu
(2013) en í sinni nýjustu bók, nóvellunni
Leiðin út í heim, fer Hermann aðra leið í
endurvinnsluna. Að sumu leyti alvöru-
gefnari, íhugulli og minnir þar meira á
hina innhverfu Spennustöð sem Her-
mann gaf út á vegum Tunglútgáfunnar
árið 2014. Samt meira hugmyndafjör en
þar. Jafnvel mætti tala um einhverskon-
ar nýfundið jafnvægi milli aga og ólík-
inda.
Öðrum þræði er sagan endursögn á
sígildri barnabók Jens Sigsgaards, Palli
var einn í heiminum. En hún er líka (ó)
sjálfstætt framhald, endursögn, við-
brögð við barnabókinni. Við gætum
meira að segja kallað Leiðina út í heim
heimildaskáldsögu með eina heimild
sem spunnið er frjálslega út frá.
Ein heildartúlkunarleið að Leiðinni
út í heim er sú að Páll Hermanns sé
hinn fullorðni Palli Sigsgaards með
óljósa minningu um drauminn/mar-
tröðina sem hann dreymdi í æsku og
hefur haldið honum í heljargreipum
allar götur síðar. Lokað hann af, heft
þroska hans. Lausn sögufléttunnar í
lokin felst þá í frelsun hans úr þeim
viðjum.
Þannig hefst bókin á nákvæmlega
sama hátt og barnabókin, en það má
líka horfa þannig á upphafið að hún
byrji þar sem bókinni um Palla lýkur.
Páll hinn eldri vaknar og man að hann
var að dreyma, en man ekki hvað en
grunar að það sé endurtekinn draumur,
minnir á „annan draum – draum úr
bernsku” (6).
Við getum líka bara stillt okkur um
að reyna við einhverja heildartúlkun
sem óhjákvæmilega myndi þrengja að
hinum fjölbreyttu hugmyndum og leikj-
um með þær sem Hermann býður upp
á. Því hann notar óspart tækifæri sem
gefast til að staldra við, leggja út af, hug-
leiða. Og, þegar sá gállinn er á honum,
beina athygli lesandans að sér og starfi
sínu sem skrásetjara þessara undra allra.
II
Stór hluti ánægjunnar sem er í boði á
þessum 89 blaðsíðum er leikur Her-
manns við „frumritið“. Samræðurnar
D ó m u r u m b ó k