Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 140

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Qupperneq 140
D ó m u r u m b ó k 140 TMM 2016 · 2 við dönsku barnabókina. Leiðin út í heim fylgir atburðarás Sigsgaards nokk- uð skilmerkilega. Frávikin eru fyrst og fremst í formi viðbóta, tilbrigða og hug- leiðinga höfundar og færast á mjög eðli- legan hátt jafnt og þétt í aukana eftir því sem á líður. Mesta frjómagnið sækir Hermann hins vegar í myndskreytingar Arne Ungermann. Þá lesendur Leiðarinnar sem ekki muna þær myndir í smáatrið- um er rétt að hvetja til að verða sér úti um eintak af gömlu barnabókinni áður en þeir sökkva sér í sögu Hermanns. Í því samtali gerist margt ákaflega skemmtilegt sem gefur textanum á köfl- um frumlegan óraunveruleika- jafnvel óhugnaðarblæ. Lýsingin á herbergi Páls í upphafi sögunnar rímar við myndina af Palla í rúminu sínu. Samanbrotin föt á stól- kolli, uppreimaðir skór, röndótt rýja- motta. Lýsing sem myndar frjóan mis- hljóm við það þegar ljóst verður að Páll Hermanns er maður á fullorðinsaldri. Fullorðinn maður – en býr hjá for- eldrum sínum, eða þau hjá honum. Her- mann bætir rakstri við þvottasenu barnasögunnar, mögulega til að taka sem fyrst af öll tvímæli um að hér er ekki barn á ferð. Svo þetta: Meðan hann er að þessu verður honum starsýnt á spegilinn á baðherbergis- skápnum. Spegillinn er honum á vinstri hönd og í honum er til hálfs svartur flötur, síðan himinblá ræma og loks eitt- hvað sem lítur út eins og hvítt handklæði með rauðri rönd á snaga. Hann fær þá undarlegu hugmynd að sjálfur sæist hann ekki í speglinum ef hann stillti sér upp fyrir framan hann. (14/ mynd á bls. 9 í PVEÍH, útg. 2009) Sjálfur fékk ég þá undarlegu hugmynd við að lesa þessa setningu og skoða myndina að svörtu, bláu og hvítu flet- irnir í speglinum eru fánalitir Eistlands, reyndar ekki í réttri röð. Hermann eða Palli hafa ekki orð á því en þetta er dæmi um hvert sagan og nálgun Her- manns getur leitt lesandann í eigin hug- renningum. Og reyndar er unnið mark- visst með misvísandi skilaboð um hvar hún eiginlega gerist, án þess að Eistland komi þar við sögu. Íslensk (akureyrsk m.a.s.) götuheiti í bland við dönsk og sporvagna, Páll finnur kort af borginni frá 1757 og svo er okkur bent á þá for- vitnilegu staðreynd að brunabíllinn, sem flestir muna úr barnabókinni, er með stýrið öfugum megin. Nokkuð sem sá sem hér skrifar þorir að veðja að eng- inn hefur tekið eftir nema Hermann Stefánsson. Stuttu seinna flýtur þessi setning úr barnabókinni með, lítið breytt, svona eins og til að rugla lesandann enn í rím- inu, eða kannski gefa ávæning að skýr- ingu á því hvað þessi rígfullorðni maður er að gera í gamla herberginu sínu í föð- urhúsum: Palli veit að hann má ekki fara út á götuna án leyfis en nú er allt fólkið horfið og hann verður að leita að pabba og mömmu. (16/10) Fimmtán síðum síðar er hann að rifja upp eftirlætisljóðið sitt, eftir Baudelaire, og enn aftar rifjar hann upp kynni sín af grískum heimspekisamræðum. Ólík- indatól, Páll, eins og skapari hans. Seinfær ofviti? Venjulegur maður með ævilanga áfallastreituröskun? Aðal- lega fáum við harla fátt að vita um Pál Hermanns á raunsæissviðinu. Hvorki um persónuleika né heldur hversdags- legar staðreyndir á borð við aldur og hvað hann fæst við í lífinu. Þessari upp- lýsinganísku höfundar er vitaskuld ætlað að halda athygli okkar þar sem hann vill hafa hana, og eiginlega þykir þessum lesanda hálf-óviðkunnanlegt að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.