Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 142

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 142
D ó m u r u m b ó k 142 TMM 2016 · 2 Uppbrotið reynist vera um móðurást og risaeðlur, og hvað það myndi þýða fyrir viti bornar og meðvitaðar lífverur að koma úr eggi, vera líf sem kviknar utan móðurinnar. Fjarvera móðurinnar í veröld byggðri þróuðum risaeðlum væri fullkomlega eðlileg, jafnvel æskileg. Það er eggið sem risaeðlan saknar. (78) Frumlegt og rökrétt. Rétt er að geta þess að þegar þarna er komið sögu er sögu- hetjan búin að eiga mök við fugl í sýn- ingarklefa kvikmyndahúss i gróteskasta atriði bókarinnar. En Páll er ekki fugl. Palli rís á fætur og heldur af stað til að leita að mömmu sinni. (78) Páll er ekki fugl – ekki alveg. En hann er lokaður í sínum heimi. Örvæntingar- full lokatilraun hans til að kalla móður sína úr fylgsni sínu ber engan árangur. Hann þarf að stíga fyrsta skrefið. IV Sjálfveruhyggja (Solipsismi), sú hug- mynd að vitund manns sé það það eina sem til er í heiminum og aðrir í honum einungis til fyrir þennan huga, er varla réttnefnd heimspekikenning, meira eins og eitrað peð eða meinvarp, rökrétt en óbærileg niðurstaða róttækrar efahyggju af ýmsu tagi. Með hæfilegri einföldun mætti segja að margar mikilsháttar kenningar í frumspeki og þekkingar- fræði séu tilraunir til að halda þessari hugmynd í skefjum, sýna fram á hvernig á því geti staðið að heimurinn og annað fólk sé þrátt fyrir allt til, og að við getum verið sæmilega viss um það. Leiðin út í heim sýnir leið skáldskap- arins. Öflug og órökvís brjótumst við með Páli út úr hinu falska fangelsi, rjúf- um skurnina og sameinumst heiminum. Útúrdúrarnir, hugarflugið og grín- aktukt sambandið við barnabókina skemmtir lesandanum. En það er loka- kaflinn sem hrífur mann. Óvæntur, djarfur og snjall.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.