Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 143
Höfundar efnis
Anton Helgi Jónsson, f. 1955, skáld. Árið 2014 kom út eftir hann ljóðabókin Tvífari
gerir sig heimakominn.
Árni Bergmann, f. 1935, rithöfundur. Á síðasta ári komu út eftir hann endurminn-
ingar, Eitt á ég samt.
Auður Styrkársdóttir, f. 1951, stjórnmálafræðingur. Árið 2014 sendi hún frá sér ritið
Kvennasöguslóðir/Herstory.
Böðvar Guðmundsson, f. 1939, rithöfundur og ljóðskáld. Á síðasta ári kom út bókin
Norrænir guðir í nýju landi eftir þá Heimi Pálsson og Böðvar, þar sem Heimir segir
frá heiðinni trú en Böðvar endursegir allar þær norrænu goðsögur sem kunnar eru.
Daisy Neijmann, Fædd 1963 í Amsterdam. Bókmenntafræðingur og ritstjóri ritsins A
History of Icelandic Literature (University of Nebraska Press 2006)
Davíð Stefánsson, f. 1973. Ljóðskáld, þýðandi og ritstjóri. Nýjasta bók hans er smá-
sagnasafnið Hlýtt og satt frá árinu 2014.
Hjalti Þorleifsson, f. 1989. Bókmenntafræðingur.
Jón Karl Helgason, f. 1965 er prófessor í Íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands.
Nýjasta bók hans er Herra Þráinn sem kom út í tímaritröðinni 1005 árið 2015.
Kristín Ómarsdóttir, f. 1962, rithöfundur sem reglulega tekur viðtöl við kollega sína
fyrir tmm. Skáldsaga hennar, Flækingurinn, kom út árið 2015.
Lars Lönnroth, f. 1935, fyrrverandi prófessor við Gautaborgarháskóla sem hefur ritað
mikið um íslenskar fornbókmenntir. Nýjasta bók hans er The Academy of Odin:
Selected Papers on Old Norse Literature, 2011.
Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir, f. 1953 er fyrrverandi framkvæmdastjóri í menntamála-
deild Evrópuráðsins.
Óskar Árni Óskarsson, f. 1950, er skáld. Nýjasta bók hans er Fjörutíu ný og gömul ráð
við hversdagslegum uppákomum, 2015.
Valdimar Tómasson, f. 1971. Skáld og bóksali. Árið 2014 kom út eftir hann bókin Enn
sefur vatnið.
Valentin Dezalle, f. 1984, er franskur bókmenntafræðingur sem rannsakað hefur verk
Halldór Laxness.
William Butler Yeats, 1865–1939. Þjóðskáld Íra.
Þórunn Jarla Valdimarsdóttir, f. 1954, rithöfundur og sagnfræðingur. Nýjasta bók
hennar er Stúlka með höfuð, 2015.
Þröstur Ólafsson, f. 1939, hagfræðingur sem hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstöðum
í stórnsýslu og viðskiptalífi.