Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 6

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 6
G u ð m u n d u r A n d r i Th o r s s o n 6 TMM 2018 · 2 Þorsteinn var þjóðskáld. Það var ekki endilega vegna þess að bækur hans væru keyptar í gríðarlegum upplögum heldur vegna hins, að hann hafði rödd sem ekki líktist neinni annarri. Í þessari rödd skynjuðum við tempraðan skaphita og tamdar ástríður. Hún vakti tilfinningu um trúnað og heilindi, einlægni, sanngirni. Í þessari rödd var jafnaðargeð en líka ólga, þar var yfir- vegun um leið og brýn erindi. Hún var lágmælt, barst samt gegnum holt og hóla. Hún var full af þrá en miðlaði líka sátt, hún var hér og nú en þar var eitthvað ævafornt. Hún ilmaði af kjarri og lyngbrekku og þar mátti greina nið borgarinnar. Fólk lagði við eyrun og hlustaði af alefli þegar þetta hógværa en staðfasta skáld tók til máls því að það skynjaði í fasi hans og verkum, ljóðum hans og rödd gildi sem kalla mætti þjóðleg og verðmæti sem kalla mætti alþýðleg, ásetning um að leggja heldur stund á dyggðir en lesti; góðvild og kærleiksþel en ekki hatur, hægð en ekki flaustur, umburðarlyndi en ekki dómhörku, ákveðni en ekki flysjungshátt. Stellingarnar ekki hátíðlegar; stundum eins og að sitja á hljóðskrafi við kæran vin, stundum eins og kunningjarabb með óvæntum undirtónum. Þorsteinn er með öðrum orðum óvenju ástsælt skáld og í sambandi hans og lesenda sá maður hvaða hlutverki skáldið gegnir í þjóðlífinu sem rödd samvisku og heilinda; þeirrar hugmyndar að skáldið viti eitthvað og finni eitthvað sem annað fólk þekkir ekki en þarf að frétta af. Þetta var rödd í samtímanum sem huggaði og nærði. Þar var einhver ávæningur af Íslandi sem við höfum stundum illan grun um að sé á förum. En Þorsteinn orti líka stundum eins og þjóðskáldin gerðu fyrr á tímum. Ekki síst í bókinni sem margir unnendur skáldsins hafa í mestum metum, Fiðrið úr sæng Daladrottningar, frá 1977, þar sem allt er eiginlega í blóma sem gerði hann að stórskáldi. Þar er ljóð sem heitir „Ísland“ og er það næsta sem við nútímafólk getum komist því að yrkja ættjarðarljóð. Hér er snúið við hefðbundinni yfirfærslu, þegar menn hafa í sér landið og náttúruna; landið hefur í sér eiginleika sem við köllum mannlega hér: Ég vil líkjast þér, land en sætti mig samt við mannsgervið og mannshugann – og víst kvíslast blóðrás mín og kenndir í líkingu lækja þinna. Hvað um vor þín með vatnagangi og skriðuföllum: hitti þá einhver á æð eða kviku? ***
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.