Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 65
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 65 báru þau fram slitin úr samhengi við heildarverk hans sem og yfirgripsmikil skrif hans – og ollu ævistarfi hans þannig gríðarlegum skaða.“ Án nokkurra útskýringa á aðdraganda þess að árásirnar komu til tals yfir höfuð – hvað þá heldur hinni margslungnu, kosmísku heildarmynd sem raðast upp í verkum hans – hjúpaðist Stockhausen „illum orðstír á einni nóttu,“ svo vitnað sé í Hänggi, „þar sem fólk, sem aldrei hafði áður heyrt hans getið, þekkti nú nafn hans og vissi að það tilheyrði mikilsmegandi tónskáldi sem hafði látið virki- lega stuðandi ummæli falla um 11. september.“12 Skógganginn þoldi Stockhausen ekki einn. Við hlið hans, en af annarri átyllu, gekk Ward nokkur Churchill, bandarískur rithöfundur og aktívisti og þjóðfræðiprófessor við Háskólann í Colorado Boulder þegar árásirnar áttu sér stað – eða „gagnárásirnar,“ eins og hann kallaði þær í samhengi við stríðsrekstur og viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna víða um Austurlönd nær og fjær. Í grein sem birtist í sinni fyrstu mynd fjórum dögum eftir árásirnar vísaði Churchill til þeirra sem „raunveruleikaþerapíu“ og sagði Bandaríkja- menn einfaldlega hafa bragðað á „dálitlum skammti af eigin meðulum“. Hann rifjaði upp ummæli Malcolms X, eins leiðtoga frelsisbaráttu blökku- manna á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar, sem sagði morðið á John F. Kennedy, forseta Bandaríkjanna, árið 1963 vera birtingarmynd einskonar tilvistarlegs þyngdarafls: sá sem gerir öðrum mein hittir á endanum sjálfan sig fyrir. Vildi Churchill meina að þann 11. september 2001 hafi Bandaríkja- menn einfaldlega hitt sjálfa sig fyrir – ásamt hálfri milljón látinna írakskra barna – við tvíburaturnana í New York. Hann hafnaði þeirri almennu orð- ræðu að fórnarlömbin væru öll eðli málsins samkvæmt „saklausir borgarar“ og að árásin hafi verið „gerð án fyrirvara á varnarlausan almenning“, eins og valdhafar víða um heim komust að orði;13 þeir sem voru í Varnarmála- ráðuneytinu, sem og byggingin sjálf, hafi þvert á móti verið „hernaðarleg skotmörk, hrein og bein“, á meðan þeir sem í turnunum unnu – vissulega borgarar, „en saklausir? gimme a break“ – hafi saman myndað „teknó- kratíska herdeild í hjartastað hins hnattræna fjármálaveldis Bandaríkjanna“, og gert það bæði „af ásettu ráði og fúsum og frjálsum vilja“.14 Síðar lýsti Churchill því hvernig hann flakkaði milli stærstu sjónvarps- stöðva Bandaríkjanna og heyrði fréttamenn unnvörpum lýsa árásunum – talsvert áður en turnarnir tveir hrundu til grunna – sem „óútskýranlegum verknaði“. En „hvernig gátu þeir sagt það?“ spurði hann – og rakti í kjölfarið sögu bandarískra blóðsúthellinga í grófum dráttum: frá Íraksstríðinu fyrra í upphafi tíunda áratugarins og viðskiptabanninu sem kom í kjölfarið (það stóð enn yfir árið 2001 og varði þar til Saddam Hussein var allur tveimur árum síðar), aftur til Pavonica-fjöldamorðanna árið 1643 sem lauk með knattleik hollenskra forfeðra Bandaríkjamanna – landnemanna í Nýju Amster dam sem síðar varð New York – sem spörkuðu afskornum höfðum Wapp inger-indíánanna sín á milli á landspildu syðst á Manhattan, þar sem safn listmuna „amerískra indíána“ stendur í dag, spölkorn frá minnisvarða
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.