Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Blaðsíða 70
S n o r r i Pá l l
70 TMM 2018 · 2
Það næsta sem bar fyrir augu mín var tíst frá Landsbankanum um hvað gera ætti
við höfuðstöðvar bankans í Austurstræti. Tístinu var svarað af reikningi Dunkin
Donuts með tilheyrandi brosköllum og glaðværð, brandara um að opna kleinu-
hringjaverslun þar. Næsta komment var frá netmiðlinum Seglinum þar sem
pizzustaður var taggaður og ekki leið á löngu þar til framlag hans í umræðurnar
leit dagsins ljós, hnyttin og fjörug athugasemd með viðeigandi brosköllum. Á ein-
hverjum tímapunkti skarst hresst flugfélag í leikinn. (Bls. 124)
Í veröld sem þessari er nánast borðleggjandi að menn eins og Arnmundur
og Stefán leiði saman hesta sína: kaldhæðið og skeytingarlaust lífsviðhorf
hins fyrrnefnda blandast ákafa og framtakssemi þess síðarnefnda svo jaðrar
við fullkomnun. Eftir bílslysið þann 11. september 2001 hrynur tilvera
Stef áns hratt og örugglega – fellur niður á við, hundrað hæðir, ekki ólíkt
þeim sem í ofboði kasta sér út úr tvíburaturnunum og „verða að vessum og
hlaupi þegar þau skella eitt af öðru á götum Manhattan“ – og nær botninum
kvöldið sem Bandaríkjaher varpar fyrstu frelsunarsprengjum Íraksstríðsins
síðara á Bagdad í beinni sjónvarpsútsendingu, í mars 2003, þegar hann er
gómaður af tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli með nokkur hundruð grömm
af kókaíni. Þannig er núllstillingin: hann er leiddur út úr flugstöðinni „með
hendur kirfilega skorðaðar fyrir aftan bak undir voldugum reiðiöskrum
hins frjálsa heims.“ Í steininum kynnist hann Guði og verður fyrir áhrifum
frá presti sem segir hann ólíkan meðalfanganum, hvetur hann til þess að
byrja upp á nýtt: „Haltu þig bara þar sem sólin skín,“ segir hann. „Haltu
þig í ljósinu.“ En frelsið finnst í skugganum: laus undan hlekkjunum verður
Stefán fljótlega torkennileg hægri hönd föður síns, Vilhjálms, sem starfar við
hlið helstu toppanna í íslensku útrásinni – en ólíkt þeim sleppur sá nýfrjálsi
við siðbótartyftanir ríkisvaldsins að undangengnu hruni. Eftir nokkur við-
bótaráföll – bílslys í Brussel korteri fyrir hrun, stuttu síðar andlát móður hans
– kemur hann á koppinn sprotafyrirtækinu DCS (Digital Crowd Solutions
eða Stafrænar mannfjöldalausnir), sem vinnur sér inn dulúðugt orðspor á
ógnarhraða, er sagt eitt af tíu arðvænlegustu nýsköpunarbatteríum dagsins í
dag, knúið af fjárfestum hvaðanæva að úr veröldinni.
Stefán fær augastað á Arnmundi fyrir tilstilli systur hans, Elísabetar, sem
hann hittir á „einum af þessum skemmtistöðum í Reykjavík þar sem æska og
fjármagn sameinast,“ og spyr hana spjörunum úr um þennan hálfdularfulla
bróður hennar sem tjáir sig í hálfkveðnum vísum á netinu og er – til viðbótar
við áhugann á fagurfræði hryðjuverka – ofurseldur þeirri sannfæringu að
einstaklingurinn sé dauðadæmdur. Sjálfur býr Arnmundur yfir sterkri sér-
einkennisþörf – hryllir til að mynda við þeirri tilhugsun að láta lífið í flugvél
fullri af Íslendingum þar sem hlutskipti hans yrði að vera bara „eitt margra
andlita […] bara nafn á innsíðu dagblaðs í umfjöllun um hörmungarnar“ – og
virðist í fullri einlægni vilja trúa því að hann hafi aðeins einu sinni á ævinni
„komist nálægt því að hverfa inn í múg, að týnast í skeytingarleysi fjöldans.“
En í dag, eins og Stefán minnir á, „erum við öll stanslaust hluti af múg, þótt