Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 72
S n o r r i Pá l l
72 TMM 2018 · 2
Þór eða Vigdísi Ylfu – til að pæla í dag og nótt.“ Þessir þættir sögunnar, sem
mynda hina krónólógísku atburðarás, eru reglulega brotnir upp með bak-
grunnssögum aðalpersónanna beggja, fjölskyldumynstur þeirra og æskuár
eru tíunduð, sem og mikilvæg andartök í mótunarferlum þeirra, sem oft eiga
sér táknræna skörun við heimssögulega viðburði. Kastljósið beinist á köflum
að sambandi Stefáns og föður hans, sem til að byrja með er patríarkíst venju
samkvæmt – stigveldið vandlega skorðað frá föður og niður – en segja má að
speglist, taki hundrað og áttatíu gráðu snúning, þegar Vilhjálmur fær á sig
hvern refsidóminn á fætur öðrum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Ástæða
þess að Stefán sleppur við slíkt reynist á endanum umfram allt grátbrosleg:
sökum bílslyssins á götum Brussel er hann einfaldlega fjarri góðu gamni,
rúmfastur í andarslitrum útrásarinnar – hann „missir af“ hruninu.
Allt eru þetta áhugaverðir þræðir – og ekki þeir einu – sem setja mætti
undir smásjána og sundurliða á síðufjölda símaskrár Manhattan. Það sem
aftur á móti trónir yfir sögunni allri – líkast skýjakljúfum í sílúettu iðandi
stórborgar – og fyllir hana safa og aldinkjöti er myndin af firringu og tóm-
leika, eymd og andlegri fátækt, merkingar- og tilgangsleysi hins múgsbundna
einstaklings í kapítalísku samfélagi dagsins í dag; veru sem sýnist dæmd
til samhengislausrar og neyslumiðaðrar tilvistar – hollustubundin verð-
miðanum – umvafin draugskenndum orðum og hugmyndum, frösum og
fyrirbærum sem sniðin eru af „búningahönnuðum atvinnulífsins“ og virðast
hafa „enga stoð í raunveruleikanum“ en öðlast „undraverðan mátt í krafti
mannlegs hugmyndaflugs, í krafti trúarinnar.“ Þessi gróteska en engu að
síður sannfærandi heildarmynd – lím sögunnar og leiðarstef í senn – kallar
fram sterka og ertandi ónotatilfinningu sem baðar allt andóf blæ gagnsleysis
og ýtir stoðum undir þá kenningu Arnmundar að „[þ]ægilegasta leiðin til
að fást við spurningarnar um fánýti tilveru sinnar [sé] einfaldlega að svipta
sjálfan sig frelsinu til þess að velta þeim fyrir sér.“
3.
Í pistli rituðum í alfyrstu eftirhreytum 11. september 2001 vísaði banda-
ríski stjórnleysinginn Peter Lamborn Wilson (einnig þekktur sem Hakim
Bey) í fréttaskýringu sem þá hafði nýlega birst á síðum The New York Times,
þar sem velt var upp krísu auglýsingaiðnaðarins eftir árásirnar: um leið og
iðnaðurinn íhugaði nú merkingu þess sem kallað er „business-as-usual“,
reyndi hann að segja fyrir um skammtíma- og langtímaáhrif atburðanna á
auglýsingar í samhengi við hugsanlegar breytingar á „neyslugeði“ almenn-
ings.36 Straumhvörfin fólust ekki einungis í „skrilljón dollara tapi á degi
hverjum,“ eins og Wilson benti á, heldur einnig öðrum og „furðulegum
áhrifum“ árásanna: „skyndilega virðist óhugsandi að reka auglýsingastarf-
semi yfirleitt. Nú virðist „óviðeigandi“ að færa til varning venju samkvæmt,
með skrækjum og dylgjum, háði og spotti, frygð og gægjum; þar sem hatur