Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 72

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 72
S n o r r i Pá l l 72 TMM 2018 · 2 Þór eða Vigdísi Ylfu – til að pæla í dag og nótt.“ Þessir þættir sögunnar, sem mynda hina krónólógísku atburðarás, eru reglulega brotnir upp með bak- grunnssögum aðalpersónanna beggja, fjölskyldumynstur þeirra og æskuár eru tíunduð, sem og mikilvæg andartök í mótunarferlum þeirra, sem oft eiga sér táknræna skörun við heimssögulega viðburði. Kastljósið beinist á köflum að sambandi Stefáns og föður hans, sem til að byrja með er patríarkíst venju samkvæmt – stigveldið vandlega skorðað frá föður og niður – en segja má að speglist, taki hundrað og áttatíu gráðu snúning, þegar Vilhjálmur fær á sig hvern refsidóminn á fætur öðrum í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Ástæða þess að Stefán sleppur við slíkt reynist á endanum umfram allt grátbrosleg: sökum bílslyssins á götum Brussel er hann einfaldlega fjarri góðu gamni, rúmfastur í andarslitrum útrásarinnar – hann „missir af“ hruninu. Allt eru þetta áhugaverðir þræðir – og ekki þeir einu – sem setja mætti undir smásjána og sundurliða á síðufjölda símaskrár Manhattan. Það sem aftur á móti trónir yfir sögunni allri – líkast skýjakljúfum í sílúettu iðandi stórborgar – og fyllir hana safa og aldinkjöti er myndin af firringu og tóm- leika, eymd og andlegri fátækt, merkingar- og tilgangsleysi hins múgsbundna einstaklings í kapítalísku samfélagi dagsins í dag; veru sem sýnist dæmd til samhengislausrar og neyslumiðaðrar tilvistar – hollustubundin verð- miðanum – umvafin draugskenndum orðum og hugmyndum, frösum og fyrirbærum sem sniðin eru af „búningahönnuðum atvinnulífsins“ og virðast hafa „enga stoð í raunveruleikanum“ en öðlast „undraverðan mátt í krafti mannlegs hugmyndaflugs, í krafti trúarinnar.“ Þessi gróteska en engu að síður sannfærandi heildarmynd – lím sögunnar og leiðarstef í senn – kallar fram sterka og ertandi ónotatilfinningu sem baðar allt andóf blæ gagnsleysis og ýtir stoðum undir þá kenningu Arnmundar að „[þ]ægilegasta leiðin til að fást við spurningarnar um fánýti tilveru sinnar [sé] einfaldlega að svipta sjálfan sig frelsinu til þess að velta þeim fyrir sér.“ 3. Í pistli rituðum í alfyrstu eftirhreytum 11. september 2001 vísaði banda- ríski stjórnleysinginn Peter Lamborn Wilson (einnig þekktur sem Hakim Bey) í fréttaskýringu sem þá hafði nýlega birst á síðum The New York Times, þar sem velt var upp krísu auglýsingaiðnaðarins eftir árásirnar: um leið og iðnaðurinn íhugaði nú merkingu þess sem kallað er „business-as-usual“, reyndi hann að segja fyrir um skammtíma- og langtímaáhrif atburðanna á auglýsingar í samhengi við hugsanlegar breytingar á „neyslugeði“ almenn- ings.36 Straumhvörfin fólust ekki einungis í „skrilljón dollara tapi á degi hverjum,“ eins og Wilson benti á, heldur einnig öðrum og „furðulegum áhrifum“ árásanna: „skyndilega virðist óhugsandi að reka auglýsingastarf- semi yfirleitt. Nú virðist „óviðeigandi“ að færa til varning venju samkvæmt, með skrækjum og dylgjum, háði og spotti, frygð og gægjum; þar sem hatur
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.