Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 81

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 81
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 81 reisa, en bætt er ofan á og byggt við á hverri sekúndu í tölvum og snjallsímum og öðrum nútímatilbeiðsluhúsum – í gegnum efnislega ástundun þeirra orða, sem höfð eru eftir Voltaire, að væri Guð ekki til væri nauðsynlegt að skapa hann. Ofangreindur Christian Hänggi bendir á að með orðum sínum um árás- irnar 11. september 2001 hafi Stockhausen rofið tvennskonar bannhelgi vest rænnar nautnastefnu: annarsvegar afneitað því sjónarmiði að dauðinn sé í eðli sínu hræðilegur, auk þess að hafna bæði órunum um stríðsrekstur án mannfalls og þeirri hugmynd að óhugsandi sé að leggja líf sitt bókstaf- lega í sölurnar fyrir hugmynd; hinsvegar endurinnleitt átrúnað og andlega viðleitni í menningarumræðuna – ekki þá „útvötnuðu kristnu-ókirkjulegu hentistefnu sem stýrir stærstum hluta vestrænna stjórnmála,“ heldur „undar- lega kosmísk andlegheit“ sem nálgast dauðann af „æðruleysi eða jafnvel eftirvæntingu“.77 Í gegnum Stefán mátar Halldór Armand einmitt trúna sem hugsanlegt mótefni við kaldri veraldar- og vísindahyggju hins neyslumiðaða samtíma, ekki í þeim sígilda bókstafstrúarskilningi sem lesa mætti út úr lofgjarðarsöng unglinganna í brennsluofni Babýlóníukonungs, heldur frekar – eins og hann hefur sjálfur komist að orði – í þeim skilningi að „færa mannlegri tilveru merkingu í gegnum iðkun.“ Í henni felist merking trúarbragðanna, en „ekki frumspekilegum spurningum um hvort Guð sé til eða ekki,“78 eða – svo hér sé tekið leyfi til dálítillar viðbyggingar – óskhyggju þess efnis að ólíkir líkamshlutar mannkindarinnar myndi saman einn skrokk sem einungis þurfi að samstilla í kærleika til að koma á friði í heiminum. Trú Stefáns virðist kannski ekki alltaf fullkomlega sannfærandi – hún rennur á köflum saman við kaldhæðið viðhorfið sem gegnsýrir samfélagið sem karakter hans er skrifaður inn í, sem og yfirborðskennda ofurjákvæðnina sem umlykur starfs- vettvang hans, bæði fyrir og eftir hrun – en þegar betur er grennslast fyrir reynist orsök sannfæringarskortsins fyrst og fremst felast í þversagnarkenndu eðli mannskepnunnar; veru sem getur tamið sér ólík og jafnvel gagnstæð við- horf samtímis, skoðanir sem virðast í fljótu bragði stangast á en eru þegar upp er staðið til marks um spígsporandi hreyfingu einstaklingsins í dauðaleit að merkingu á lendum fáránleikans; veru sem er fær um að raungera hvaða hugsanlegu og brjálæðislegu kenndir sem er, svo fremi sem ástand hennar og umhverfi bjóði upp á það, kalli á það eða hvetji til þess, líkt og undir lok sögunnar þegar Stefán – líf hans að hruni komið – stígur við annan mann inn í Hörpu með sprengibúnað í tösku og reynir að gera heiminn að sínum. 5. Við ein af nokkrum straumhvörfum sögunnar – þegar Arnmundur hittir Stefán fyrst á skrifstofu hins síðarnefnda í höfuðstöðvum DCS – kemur hann auga á listaverk sem hangir þar uppi á vegg: „svart heimskort á ljósbrúnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.