Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 108
H j a l t i Þ o r l e i f s s o n 108 TMM 2018 · 2 Þegar líður á bókina er hann sagður postuli nýrrar stefnu og hugmynda- fræði sem hann trúir að leiða muni til fullkominnar tilveru. Engu að síður lætur sögumaður þess getið að Sölva, sem boðbera þessa útópíska draums, sé sjálfum ómögulegt að skýra og skilja inntak predikana sinna enda séu þær hjóm eitt. (Sbr. II 259–277) Munurinn sem gerður er á viðbrögðum fólks við málflutningi hans annars vegar á þéttbýlisstöðum og hins vegar til sveita er athyglisverður. Bændur brosa í kampinn og taka öllu með stóískri ró, vinnufólki finnst heiftin í orð- færi hans ógnvekjandi en kaupstaðarbúum hættir til að láta glepjast af sann- færingarkrafti hans. Sveitamennirnir sem á hann hlýddu í þorpinu á Aust- fjörðum stóðu flestir í lappirnar og tóku hann lítt alvarlega en innanbæjar- fólkið hét margt stuðningi í næstu kosningum. Bóndi nokkur sem þar var staddur fékk að endingu nóg, stakk upp í hann og lýsti því yfir að enn væri ekki öll þjóðin orðin geðbiluð: „Þegar þér og samherjum þínum tekst að gera alla þjóðina að vitlausum skríl, ert þú sjálfkjörinn foringi hennar. Fyrr ekki. En hvað sem öðrum líður, þá erum við bændur því óvanir að kasta börnum okkar í vargakjafta.“ (II 229) Hér má skynja tilraun til að hreyfa við lesanda samtíma höfundarins og inna hann eftir hvort þjóðin sé nú reiðubúin að taka upp gildi Sölva, gera hann að foringja sínum og umturna samfélaginu með byltingu í því augnamiði að skapa heim þar sem einskis sé krafist af neinum. Í bókinni er leið Sölva eindregið hafnað en framþróun og bættur hagur kyn- slóðanna boðaður með andstæðu hans, hinum sanna rótfasta leiðtoga.24 Traustasta máttarstoð landsins Sú lífsdýrkun sem löngum hefur þótt einkenna mörg ástarljóð Davíðs birtist víðar í skrifum hans og er lotning gagnvart jörðinni, undirstöðu lífsins og hins mannlega heims, og hinni íslensku mold þar oft miðlæg. „[F]rjómoldin íslenzka fóstrar kjarngresi, þótt ekki sé hávaxið, loftið er hreint og heilnæmt, enda hefur hér þjóð dafnað rúm þúsund ár, [og] ber engar menjar kyrkings eða úrkynjunar […],“25 sagði hann í erindi árið 1952. Virðing hans fyrir bændum var falslaus en í hans huga viðhéldu þeir tengslum þjóðarinnar við náttúruna og helguðu sig þannig vexti hennar og viðgangi. Þeir voru trúir jörðinni og arfleifð kynslóðanna sem alla tíð höfðu lifað í sambýli við náttúru landsins. Í sveitunum lá uppruninn og þar þótti því mörgum unnt að komast í einhvers konar tengingu við hið liðna og fyllast andagift til framtíðar. Hrifninguna á sístritandi bændafólki átti Davíð sameigin- lega með ýmsum öðrum íslenskum höfundum í byrjun aldarinnar, svo sem Guðmundi Friðjónssyni (1869–1944), Huldu (1881–1946) og Guðmundi G. Hagalín (1898–1985).26 Hugmyndir í þessa veru voru þar að auki almennar á meðal áhangenda hinnar svokölluðu lífhyggjustefnu (vítalismans) í Evrópu, til dæmis í Danmörku, þar sem sveitin var upphafin á sambærilegan hátt, hún persónugerð, og séð sem andstæða hinnar menguðu nútímaborgar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.