Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 116
H u g v e k j u r 116 TMM 2018 · 2 inu; ef mjög illa fer enda þeir með því að betla eða róta í öskutunnum, tötralega klæddir og illa þefjandi. En það er ekki aðeins atvinnuleysið sem leikur menn grátt, það er líka ótt- inn við að missa vinnuna, hann læsir sig um þá sem finnst að þeir standi tæpt, enda þarf ekki annað en opna útvarpið til að heyra fréttir um að þetta eða hitt fyrirtækið ætli að loka verksmiðju eða einhverjum öðrum vinnustað og flytja starfsemina til Póllands eða enn lengra, og við það hverfi svo og svo mörg störf, svo og svo margir verði semsé atvinnu- lausir. Eða þá leggja einhverja grein fyr- irtækisins niður og segja öllum starfs- mönnum upp; um leið hækka hlutabréf- in í verði. Þetta er daglegt brauð. Í útvarpinu heyra menn líka sagt frá þeim ráðum sem valdhafarnir hafa til að reyna að ráða bót á ástandinu, en eftir að hafa hlustað á fréttirnar spyrja menn sig sjálfa í undrun og reiði: „hvernig stendur á því að helsta baráttuaðferðin gegn atvinnuleysinu er sú að reyta af okkur öll þau réttindi sem við höfum áunnið okkur með áratuga baráttu? Mun atvinnuástandið virkilega batna ef atvinnurekendum er gert auðveldara fyrir að reka menn úr vinnu?“ Jafnframt heyra menn hvernig stjórn- völd eru í sífellu að láta undan kröfum atvinnurekenda, og hvernig þeir taka því af litlu þakklæti og setja samstundis fram nýjar kröfur – sem miða að því að gera kjör vinnandi manna enn verri. Stundum er talað um árangur í barátt- unni gegn atvinnuleysinu, en hann kemur yfirleitt af því að búin eru til störf af nýju tagi, afskaplega illa launuð og þar að auki stopul. Svo má ekki gleyma fikti við tölur, stundum eru teknar upp nýjar aðferðir til að telja atvinnuleysingja, og þá fækkar þeim. En er þessi sýn rétt? Það ber vitni um grunnhyggni að binda sig við það eitt sem fyrir augun ber, því það getur villt fyrir þeim, – augun segja mönnum að jörðin sé flöt. Menn verða að fara lengra, gaumgæfa það sem vísindin hafa um málið að segja, semsé vísindi hag- fræðinnar, enda eru það hagfræðingarn- ir sem stjórnmálamenn hlusta á. Og sannindi þeirra er með nokkuð öðrum hætti. Þau eru á þá leið, að allt sem sagt hefur verið hér að ofan sé rangt, sjón- blekking sem stafi af því að menn láti einhverja hulu villa fyrir sér, eins konar Maya samkvæmt indverskri heimspeki, og þeir skoði ekki það sem bak við hana leynist. Í raun og veru sé atvinnuleysi ekki til og geti ekki verið til, ef menn séu ekki að vinna baki brotnu stafi það af því að þeir nenni því ekki, þeir kjósi heldur liggja í iðjuleysi en fá sér heiðar- lega vinnu. Það stafi ekki síst af atvinnuleysisbótunum sem geri mönn- um kleift að draga fram lífið í slæpingi og lifa á þeim aurum sem þeir fái úr opinberum sjóðum, semsé á peningum annarra. „Það eru atvinnuleysisbæturn- ar sem búa til atvinnuleysið,“ var einu sinni sagt og oftsinnis endurtekið síðan. Þeir sem eru hagfræðilega þenkjandi, án þess að vera hagfræðingar sjálfir, taka undir þetta eins og oft má heyra: „Það er nóga vinnu að fá, ef menn aðeins nenna að leita að henni.“ Því má skjóta hér inn að þessi kenn- ing vísindanna skapar ný verkefni fyrir sagnfræðinga, þeir hljóta nú að velta fyrir sér því vandamáli hvers vegna bylgja af leti og ómennsku hafi risið árið 1929, flætt yfir allt og alla og staðið í mörg ár, og hvers vegna slík bylgja hafi aftur skollið á í okkar samtíma. Þá er nefnilega ljóst að efnahagslífið á enga sök á því, ástæðan hlýtur að liggja í sál- arlífi manna, kannske í einhverri með- fæddri leti tegundarinnar, sem einstakl- ingarnir gefa lausan tauminn um leið og þeir sjá sér færi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.