Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 141

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Side 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 2 141 ur, ýmist út frá hljóðum eða myndum, sbr. dagskrá útvarpsins, einkum frétta- flutning (26–28) eða lýsinguna á svo- kallaðri „bláu sjoppu“ með upptalningu þess sem þar er á boðstólum og á útliti viðskiptavina sem halda þar til (32–35). Þessar runur draga oftar en ekki upp sterkar myndir sem gefa frásögninni sögulegan ramma fyrir utan að ljá text- anum ljóðrænt yfirbragð á stundum. Ungi maðurinn þarf að rífa sig upp, finna lífi sínu takt og tilgang. Hann gengur til geðlæknis til að auðvelda sér verkefnið, reynir að segja honum satt og rétt frá lífi sínu og tilfinningum og fara að ráðum hans um að huga til dæmis að rútínu til að skapa stöðugleika. Læknir- inn hefur sína rútínu, segir alltaf það sama og teiknar sömu myndina í hverj- um tímanum á fætur öðrum. Ekki gott að segja hvort hér er verið að gagnrýna slíka meðferð sem einskis nýta. Ungi maðurinn fylgir svo sem ekki ráðgjöf læknisins né gengur hann yfirvegað gegn henni. Hann gerir þó varfærnisleg- ar tilraunir til að prófa eitthvað nýtt, færir smátt og smátt athafnasvæði sitt út fyrir íbúðina, fyrst fram í stigaganginn, síðan einnig yfir í næstu verslunarmið- stöð að ógleymdri bláu sjoppunni. Hann fer í bíó, eignast sambýliskonu og á end- anum er hann kominn í fasta vinnu. Lífið eins og það á að vera? Sagan skiptist í sjö kafla og rauði þráð- urinn er vegferð unga mannsins í átt til aukinna samskipta og ábyrgðar á eigin lífi, að sjá fyrir sér og stofna fjölskyldu. Fyrsta verkefni þessarar vegferðar hans er að vera bakgrunnsleikari í kvikmynd. Hlutverkið felst í að gaumgæfa fram- setningu þurrvöru í verslunarrekkum kjörbúðar, eins og hann sé „að leita að einhverju“ (55). Erum við ekki stöðugt að leita að einhverju? Svo birtist eitthvað fyrir framan okkur eins og af tilviljun, sem er kannski alls engin tilviljun, og við grípum. Þannig kemur ástin inn í líf unga mannsins, ekki að undangenginni þrá og bálandi ástríðu heldur verður hún einfaldlega á vegi hans í fjölbýlis- húsinu og beinir athygli hans að dagleg- um ferlum ákveðinnar ungrar konu í miðíbúðinni á fjórðu hæð. Hvers vegna unga konan laðast að unga manninum og hann að henni er lesandinn látinn um að útleggja enda gömul saga og ný sem lesendur þekkja vel. Frásögnin af tilhugalífi parsins og síðar samlífi er ágætt dæmi um það sem einkennir frá- sagnarmáta Friðgeirs þar sem dregnar eru upp afar kunnuglegar og hversdags- legar aðstæður í fáum, völdum dráttum og lesandanum þannig gefið mikið rými til að gera sjálfan sig og sína eigin reynslu að þætti í frásögninni. Einn gagnrýnenda fyrstu bókar Friðgeirs, smásagnasafnsins Takk fyrir að láta mig vita (2016), talaði um að „upplýsingum væri haldið eftir,“ sem gerði allar aðstæður enn kunnuglegri en ella. „Maður fyllir sjálfur í eyðurnar.“ Þannig sér væntanlega hver lesandi fyrir sér eitthvert ákveðið hverfi sinnar eigin reynslu út frá lýsingum unga mannsins á umhverfinu í sögunni. Samskipti sögupersónanna lúta einnig þessu frá- sagnarlögmáli ofurnákvæmra lýsinga annars vegar og úrfellinga hins vegar sem gerir frásögnina tvöfalda í roðinu og eiturfyndna. Þegar nokkuð er liðið á söguna fær ungi maðurinn vinnu á auglýsingastofu. Hann fær úthlutað skrifborði og tölvu og svarar spurningum yfirmanna og samstarfsfólks varðandi hvernig gangi á jákvæðum nótum. Hvað hann gerir eða hugsar er þó látið liggja á milli hluta. Lesendur sem þekkja til vinnu á auglýs- ingastofum vita hvað í þeirri vinnu felst. Þeir sem ekki gera það ímynda sér eitt- hvað eða hlæja að starfi sem er sýndin
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.