Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 141
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 2 141
ur, ýmist út frá hljóðum eða myndum,
sbr. dagskrá útvarpsins, einkum frétta-
flutning (26–28) eða lýsinguna á svo-
kallaðri „bláu sjoppu“ með upptalningu
þess sem þar er á boðstólum og á útliti
viðskiptavina sem halda þar til (32–35).
Þessar runur draga oftar en ekki upp
sterkar myndir sem gefa frásögninni
sögulegan ramma fyrir utan að ljá text-
anum ljóðrænt yfirbragð á stundum.
Ungi maðurinn þarf að rífa sig upp,
finna lífi sínu takt og tilgang. Hann
gengur til geðlæknis til að auðvelda sér
verkefnið, reynir að segja honum satt og
rétt frá lífi sínu og tilfinningum og fara
að ráðum hans um að huga til dæmis að
rútínu til að skapa stöðugleika. Læknir-
inn hefur sína rútínu, segir alltaf það
sama og teiknar sömu myndina í hverj-
um tímanum á fætur öðrum. Ekki gott
að segja hvort hér er verið að gagnrýna
slíka meðferð sem einskis nýta. Ungi
maðurinn fylgir svo sem ekki ráðgjöf
læknisins né gengur hann yfirvegað
gegn henni. Hann gerir þó varfærnisleg-
ar tilraunir til að prófa eitthvað nýtt,
færir smátt og smátt athafnasvæði sitt út
fyrir íbúðina, fyrst fram í stigaganginn,
síðan einnig yfir í næstu verslunarmið-
stöð að ógleymdri bláu sjoppunni. Hann
fer í bíó, eignast sambýliskonu og á end-
anum er hann kominn í fasta vinnu.
Lífið eins og það á að vera?
Sagan skiptist í sjö kafla og rauði þráð-
urinn er vegferð unga mannsins í átt til
aukinna samskipta og ábyrgðar á eigin
lífi, að sjá fyrir sér og stofna fjölskyldu.
Fyrsta verkefni þessarar vegferðar hans
er að vera bakgrunnsleikari í kvikmynd.
Hlutverkið felst í að gaumgæfa fram-
setningu þurrvöru í verslunarrekkum
kjörbúðar, eins og hann sé „að leita að
einhverju“ (55). Erum við ekki stöðugt
að leita að einhverju? Svo birtist eitthvað
fyrir framan okkur eins og af tilviljun,
sem er kannski alls engin tilviljun, og
við grípum. Þannig kemur ástin inn í líf
unga mannsins, ekki að undangenginni
þrá og bálandi ástríðu heldur verður
hún einfaldlega á vegi hans í fjölbýlis-
húsinu og beinir athygli hans að dagleg-
um ferlum ákveðinnar ungrar konu í
miðíbúðinni á fjórðu hæð. Hvers vegna
unga konan laðast að unga manninum
og hann að henni er lesandinn látinn
um að útleggja enda gömul saga og ný
sem lesendur þekkja vel. Frásögnin af
tilhugalífi parsins og síðar samlífi er
ágætt dæmi um það sem einkennir frá-
sagnarmáta Friðgeirs þar sem dregnar
eru upp afar kunnuglegar og hversdags-
legar aðstæður í fáum, völdum dráttum
og lesandanum þannig gefið mikið rými
til að gera sjálfan sig og sína eigin
reynslu að þætti í frásögninni. Einn
gagnrýnenda fyrstu bókar Friðgeirs,
smásagnasafnsins Takk fyrir að láta mig
vita (2016), talaði um að „upplýsingum
væri haldið eftir,“ sem gerði allar
aðstæður enn kunnuglegri en ella.
„Maður fyllir sjálfur í eyðurnar.“ Þannig
sér væntanlega hver lesandi fyrir sér
eitthvert ákveðið hverfi sinnar eigin
reynslu út frá lýsingum unga mannsins
á umhverfinu í sögunni. Samskipti
sögupersónanna lúta einnig þessu frá-
sagnarlögmáli ofurnákvæmra lýsinga
annars vegar og úrfellinga hins vegar
sem gerir frásögnina tvöfalda í roðinu
og eiturfyndna.
Þegar nokkuð er liðið á söguna fær
ungi maðurinn vinnu á auglýsingastofu.
Hann fær úthlutað skrifborði og tölvu
og svarar spurningum yfirmanna og
samstarfsfólks varðandi hvernig gangi á
jákvæðum nótum. Hvað hann gerir eða
hugsar er þó látið liggja á milli hluta.
Lesendur sem þekkja til vinnu á auglýs-
ingastofum vita hvað í þeirri vinnu felst.
Þeir sem ekki gera það ímynda sér eitt-
hvað eða hlæja að starfi sem er sýndin