Ófeigur - 15.08.1950, Side 9

Ófeigur - 15.08.1950, Side 9
ÖPEXGUR 9 IV. Víxlspor „fína fólksins“. Næsta sóknarlið móti sæmd og öryggi landsins var frá háskóla íslands. Nokkrir af kennurum þessarar stofnunar höfðu gengið fram fyrir skjöldu, við hlið kommúnista og mótmælt öllum landvörnum til handa Íslandi. Fylgdu þeim að málum margir af námsmönn- um í háskólanum. Áttu kommúnistar þar öruggan liðs- kost. Var sá hluti nemendahópsins hávær, óvæginn, mál- gjarn, fús til að sækja fundi stúdenta og þrauka þar til fulltrúar borgaraflokkanna gerðust svefnsæknir og heimfúsir. Fór nálega ætíð svo á fundum nemenda í háskólanum, að kommúnistar báru sigur úr býtum við lokaatkvæðagreiðslur. Skilaði lið þeirra sér með tölu, þótt áliðið væri kvölds. Fylgdu kommúnistum margir stúdentar, sem voru háifvolgir, af því að hjá byltingar- forsprökkunum fundu þeir þann hita, sem þá skorti sjálfa og varð ekki vart í hinum vanmáttugu ræðum og ritum hugsjónalausra ungmenna úr sofandi velsæld- arheimilum borgaranna. Hóglátari hluti stúdenta kom ekki á þessa deilufundi í háskólanum. Þeim þóttu átök skólapiltanna leiðinleg og lítt til sálubóta. Varnarlið borgaranna í háskólanum var þess vegna fámennt og haldlítið á umræðufundum. Kommúnistar höfðu hag- ræði af því að hafa opinberlega með sér nokkra af kenn- urum háskólans, en alls enginn af prófessorunum eða dósentunum gengu opinberlega fram móti byltingar- áróðri bolsivika, þótt þeir væru honum andvígir. Niður- staðan af þátttöku háskólans í þessum málum var sú, að á öllum stúdentafundum báru bolsivikar og fylgi- lið þeirra hærri skjöld í skiptum við þingstjórnarflokk- ana. Hvar sem spurðist til íslenzkra stúdenta við nám á meginlandi Evrópu, komu til birtingar í átthögunum yfirlýsingar um landvarnarmálin eftir forskrift kom- múnista.. Engu skipti þó að þessir stúdentar dveldu i löndum þar sem kommúnistar voru að litlu hafðir, eins og í Svíþjóð, Noregi, Dnamörku og Frakklandi. fslend- ingarnir voru í þessum löndum ætíð samir við sig og samfylktu í þessum löndum með fólki sem ekki var talið í húsum hæft með þjóðræknum mönnum. Þetta má kall- ast furðulegt gæfuleysi fyrir hina ungu menn, ættingja þeirra og hið íslenzka þjóðfélag, sem eyðir frá skatt- þegnunum mörg hundruð þúsund krónum árlega tiJ

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.