Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 12

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 12
12 ÓFEIGUR að var rétt, en næstum engir treystu sér til að fram- kvæma. Þegar þessum þætti landvarnamálsins lauk, haustið 1946, höfðu kommúnistar og þeirra fylgilið unnið stórmikinn sigur. Island var algerlega varnar- laust, en Engilsöxum hafði þó ekki verið gert ókleift að nota flugvöllinn hjá Keflavík í sambandi við her- setuna í Þýzkalandi. Hinsvegar hafði tekizt að útiloka frjáls verzlunarviðskipti við Bandaríkin. Eins og dýr- tíðarmálunum var komið, hlaut þetta að leiða til að- steðjandi hruns og langvarandi fátæktar og kyrrstöðu í landinu. Þetta var stór sigur fyrir þá menn, sem vilja láta vestrænt þjóðskipulag hverfa á Islandi. Nú eru þessar afleiðingar orðnar öllum augljósar. Skuldir og ábyrgðir ríkisins eru óbærilegar. Bankar og spari- sjóðir eru tæmdir. Islenzk króna er orðin að við- undri á erlendum markaði og virðist bíða þess að sökkVa á eftir hinum glæsilegu innstæðum stríðsár- anna. Kringum allt land eru búðirnar svo tómar, að ferðamenn, sem koma til landsins undrast vörufátækt- ina. Góðkunningjar mínir í merkiskaupfélögunum fyrir norðan horfa á tómar hillur í búðum sínum og finna á sér, að næsta ár verði þær enn fáskrúðugri. Þá hvarfl- ar að þessum mönnum og þúsundum annarra röskra íslendinga, að þetta sé sjálfskaparvíti. Fyrir fjórum árum hafi „hið gullna augnablik" komið til þeirra. Þeim hafi staðið til boða að tryggja hið nýfengna frelsi og að njóta framvegis verzlunarhátta frjálsra manna og siðaðra þjóða. Þá komu til þeirra eigingjarnir og skammsýnir heimskingjar, sem boðuðu þeim austræna villu. Þeir trúðu villunni. Þeim hvarf hið gullna augna- blik. Nú hafa þeir lært, að ekki þarf að bíða annars heims til að hljóta viðeigandi refsingu fyrir drýgðar yfirsjónir. Haustið 1946 neitaði þing og stjórn Islands tveim óvæntum framtíðargæðum: Stjórnarfarslegu og fjár- hagslegu öryggi. Af þessum tveim gæðum var hið fyr- nefnda miklu þýðingarmeira. Þjóð, sem er tekin þræla- taki, eins og Stalin beitir við Eystrasaltsríkin, hefur misst allt, sem siðuðum mönnum þykir nokkurs um vert hér á jörðunni. Mér var fullljóst, að tilboð Tru- mans um örugga vernd gegn innrás landræningja var megin undirstaða fyrir sjálfstæðu lífi íslenzku þjóðar- innar á ókomnum árum. En mér var líka ljóst, að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.