Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 17

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 17
ÖFEIGUR 17 Gengu forráðamenn vesturþjóðanna svo langt í til- raunum sínum að sefa Rússa og fá þá til friðsamlegs samstarfs, að bæði Roosevelt og Churchill hafa síðan hlotið nokkurt ámæli fyrir að hafa trúað Rússum of vel í stríðinu og fyrst eftir að vopnaskipti hættu. En varnarmenn þessara þjóðskörunga svara því, að allur almenningur í þingstjórnarlöndunum hafi verið orðinn svo þreyttur og þjakaður af raunum og fórnum stríðs- ins, að enga tilraun hafi mátt láta ógerða og óreynda til að koma á heimsfriði. I þessu skyni hafi þingstjórn- arþjóðirnar afvopnazt og snúið hug sínum að því marki, að bæta kjör alls almennings í hinum stríðs- hrjáðu löndum. Þá sýndu vesturþjóðirnar friðarhug sinn með stofnun þjóðabandalagsins, sem átti að verða brú yfir í land friðarins og hefði orðið það, ef allar stórþjóðir heimsins hefðu viljað jafna þar deiiumál sín og hlíta úrskurðum alþjóðadómstóla. Brátt kom í ljós, að Rússar vildu hvorki alheimsfrið né alheims- rétt. Þeir neituðu að ganga í þjóðabandalagið nema hafa neitunarvald um öll málefni bandalagsins. Hafa þeir nú beitt neitunarvaldinu 45 sinnum og tek- izt að gera þjóðabandalagið lítt starfhæft, nema sem mál- fundafélag, þar sem ein þjóð brýtur allar fundar og starfsreglur. Samfara afvopnun vesturþjóðanna, héldu Rússar fullum vígbúnaði heima fyrir á landi og í lofti og hófu auk þess kafbátagerð í svo stórum stíl, að talið er, að þeir eigi nú langsamlega stærstan kafbáta- flota af öllum þjóðum. Herstyrkur þeirra á landi er talinn meiri en allra frjálsra þjóða, samanlagður. Þeg- ar þess er gætt, að síðan um 1700 hafa fjórir mestu herstjórar vesturlanda freistað að gera innrás í Rúss- land og jafnan látið her sinn, svo að segja allan, ekki fýrst og fremst í skiptum við hina fjölmennu og þjóð- ræknu Rússa, heldur í fangbrögðum við hinn rúss- neska vetur, þá mun fáum þykja Rússar árennilegir. Eins og málum var komið 1945, að felldum einræðisherrum möndulveldanna, var ekki til sú þjóð í heiminum, sem mundi láta sér koma til hugar að heimsækja Rússa með innrásarliði. Vegna stærðar, fjölmennis og þó einkum vegna landshátta, var rússneska þjóðin að endaðri ann- arri heimsstyrjöldinni, algerlega örugg um að geta bú- ið við frið í landi sínu án þess að leggja höfuðáherzlu á hervarnir. En nú sannaðist, að þrátt fyrir öll skil-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.