Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 26

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 26
26 ÓFEIGUR lest hafa náð frá Reykjavík norður um land og aust- ur í Múlasýslur. Þetta var þung byrði fyrir frönsku þjóð- ina, ofan á sársauka við ósigur og landamissi. Má segja að tvær heimsstyrjaldir hafi að verulegu leyti verið afleiðingar af þjáningum Frakka í þessu stríði. Eirík- ur Magnússon Cambridge var þá stríðsfréttaritari Norð- anfara á Akureyri. Hann var skilríkur maður og byggði á fréttaflutningi Breta, sem voru hóflegir og hlutlaus- ir í allri aðstöðu til beggja styrjaldaraðilja. Þrátt fyrir góðan aga Þjóðverja, braust grimmdin og dýrseðlið stundum út úr hömlunum, eins og oft vill verða í nánd við styrjaldareldinn. Eiríki Magnússyni sagðist svo frá, að í einu frönsku þorpi tók þýzkur herflokkur alla karlmenn og konur höndum, settu karlmennina í bönd og köstuðu þeim inn í kirkjuna. Síðan svívirtu þeir allar konurnar og vörpuðu þeim síðan bundnum inn tii karlmannanna, slógu síðan eldi í kirkjuna og brenndu bygginguna og alla þorpsbúa til kaldra kola. Þegar Hit- ler réðist á Holland vorið 1940 eyddi flugfloti hans á svipstundu heilum borgarhluta í Rotterdam og drap í þeirri einu atrennu 35 þúsund friðsamra og vopnlausra manna. Öllum er kunn framkoma Þjóðverja í Noregi og Danmörku 1940—45, hversu þeir píndu og kúguðu og mergsugu þjóðirnar, brutu niður allt frjálsmannlegt þjóðlíf og skildu þær eftir með ríkisskuldir, sem verða þung byrði fyrir tvær kynslóðir. Þegar Hitler réðist inn í Rússland vorið 1941 beitti þýzki herinn ægilegri grimmd. Tugir milljóna flúðu undan ógnunum lengra inn í landið, en brenndar og eyddar borgir, bæir og byggðir stráðu sigurbraut nazismans. Eftir tvö ár hrakt- ist þýzki herinn sigraður og vonsvikinn yfir þessar rúst- ir heim í sitt eigið land. Þá þótti Rússum, eins og vænta mátti, tími til kominn að þakka fyrir heimsóknina aust- ur á Volgubakka. Sá hluti Þýzkalands, sem er hersetinn af Rússum, á nú við að búa hámark mannlegrar eymdar. Milljónir manna úr þessum héruðum flýja í dauðans angist alls- lausar frá því, sem eitt sinn var heimili, með eignum og atvinnu yfir járntjaldslínuna undir verndarvæng vest- urþjóðanna. Nálega tuttugu milljónir Þjóðverja búa enn austan við línuna, sem aðskilur frelsi og mann- dóm frá þrældóm og siðleysi svartara heldur en þekkt- ist á miðöldunum. Allt, sem framleitt er í Austur-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.