Ófeigur - 15.08.1950, Síða 32
32
ÓFEIGUR
vamar fyr en í ótíma. Utanríkisráðherra landsins gat
huggað sig við það eitt, að hann hefði gert skyldu sína.
Ef illa tækist til, bæm aðrir ábyrgðina. Auk þess mun
Bjama Benediktssyni hafa verið Ijóst, að margir kostir
fylgdu inngöngu í bandalagið, enda sýndu kommúnist-
ar með fjandskap sínum, að þeir töldu hinum þjóðlega
málstað ávinning að þátttöku Islands í samtökum hinna
frjálsu þjóða.
XO. Skrílliim grýtir þinghúsið.
Þegar kom til Alþingis, var brátt sýnilegt, að meiri
hluti þingmanna mundi fylgja inngöngu í bandalagið
á línu Eysteins Jónssonar. Hinsvegar höfðu kommún-
istar mikinn liðssamdrátt til að hindra löglega sam-
þykkt málsins á þingi. Ekki hafði hernaðartækni ís-
lendinga vaxið mikið frá þeim tíma, þegar Þórður og
Kolbeinn háðu Flóabardaga með grjótkasti. Þegar sýni-
legt var, að kommúnistar mundu beita handafli, hurfu
bandamenn þeirra, bæði háskólamenn og ,,hinir nyt-
sömu sakleysingjar“, úr víglínunni og afsökuðu sig með
því, að þeirra fylgi væri fólgið í mælskum ræðum og
snjöllum ritgerðum. Hinsvegar erfðu kommúnistar port-
skrílinn, sem hafði verið sameign allra sem vildu halda
landinu varnarlausu. Bjarni Benediktsson hafði búið lög-
regluna gasvopnum og góðum týgjum, og auk þess gert
ráðstafanir til að allir stjórnarflokkarnir þrír skyldu
leggja fram nægilega mikið af sjálfboðaliðum til styrkt-
ar lögreglunni til að halda kommúnistum og fylgiliði
þeirra í skefjum. Lögðu Sjálfstæðismenn fram um 900
sjálfboðaliða, Alþýðuflokkurinn 100, en Framsóknar-
menn alls enga. Bar ekki til það eitt, að flokkurinn var
liðfár í bænum, heldur hitt, að foringjarnir höfðu haft
nána samvinnu við kommúnista síðan 1942. Ennfrem-
ur höfðu kommúnistar sent nokkum liðstyrk úr æsku-
lýðsfylkingu sinni inn í félag ungra Framsóknarmanna
og gert það óvirkt á borgaralega vísu. Komu veilur fé-
lagsins, flokksins og einkum þó forkólfanna, glögglega
fram í þessum undirbúningi. Bjami Benediktsson hafði
góða samvinnu við Sigurjón Sigurðsson, lögreglustjóra,
og Erling Pálsson, yfirlögregluþjón, auk forráðamanna
tveggja flokksfélaga, sem lánuðu hjálparlið. Var öllum
þessum liðsafla sumpart beitt við þinghúsið eða látið