Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 33

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 33
ÖFEIGUR 33 vera í nánd við væntanlegt uppþotslið kommúnista. Kvöldið 29. marz höfðu stjórnarflokkarnir gengið frá undirbúningi málsins, og hófst þá þingfundur. Fylktu upphlaupsmenn þá liði á Áusturvelli og hófu steinkast á þinghúsinu. Voru brotnar rúður, en ekki framin meiri háttar spellvirki í það sinn. Sýnilegt var, að kommún- istar ætluðu með byltingarkenndu skrílræði að ógna þing- mönnum, svo að þeir samþykktu ekki sáttmálann. For- seti Alþingis, Jón Pálmason, frestaði fundi. Ræddu fyrir- menn flokkanna við forseta þingsins, hvort ljúka skyldi umræðu og atkvæðagreiðslu þá um kvöldið. Vildu sumir sýna ofbeldismönnunum, að þeir kæmu málum sínum sízt fram með skrílslátum og ofbeldi. Jón Pálmason kvað hyggilegra að bíða um fundarhöldin birtu næsta morguns. Umræður mundu taka nokkum tíma og væri alla þá stund hægt fyrir óspektarmenn á Austurvelli að þeyta grjóti vitnalaust, inn um hina stóru glugga þinghússins. Sagðist forseti ekki vilja bera ábyrgð á lífi og limum þingmanna undir þeim kringumstæðum. Sáu þingmenn, að forseti var snjall maður og þótti sem þar væri kominn forfaðir hans Erlendur í Tungu- nesi, sem talinn var hafa sérstaklega farsælt gáfna- far. Reyndi mjög á forseta hinn fræga upphlaupsdag, 30. marz. Drógu kommúnistar skríl úr öllum bænum að þinghúsinu og var nokkru af liðinu hitað með æs- ingaræðum í porti Miðbæjarskólans. Jafnskjótt og þing- fundur hófst, byrjuðu kommúnistar málþóf inni, en létu grjóthríð dynja á húsinu, frá Austurvelli. Tóku hraunsteinar að fljúga inn um glugga neðrideildar. Varð einn af fulltrúum kommúnista fyrst fyrir skeyt- um samherjanna. Innna tíðar hóf Einar Olgeirsson æs- ingaræðu utan dagskrár. Forseti leyfði honum að tala örstutt, eins og títt er við athugasemdir, en bauð hon- um þá að hætta. En ræðumaður skeytti því ekki. Stóð forseti með bjölluna í hendi og reyndi með föstum en hóflegum áminningum að fá fulltrúa kommúnista til að hlýða lögum þingsins. En hann þverskallaðist við öllu aðhaldi. Tóku þingmenn þá að hrópa til forseta að láta lögregluna taka' upphlaupsmanninn með valdi og f jarlægja hann úr þingsalnum. Voru sakir ærnar til að beita valdi við þingmanninn, sem fótumtróð lög og reglur þingsins. Einar Olgeirsson óskaði eftir að vera tekinn með valdi, til að geta gert sig að píslarvotti hjá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.