Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 37

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 37
ÖFEIGUR 37 skyndiáhlaupi og breyta því á sólarhring í virki, langt- um sterkara og þýðingarmeira heldur en Gíbraltar er í nútímahernaði. Herfræðingar segja, að það sé auðvelt að verja fsland en erfitt að taka það úr höndum her- afla, sem hefur búið vel um sig með hinum sterkustu vígvélum. Ef Rússar koma hér að algerlega varnalausu landi, eins og það er nú, má fullyrða, að innan sólar- hrings verði það ótakandi af Rússum nema með ægileg- ustu blóðfórnum. Auðveldasta aðferðin fyrir Rússa er að taka landið með loftfluttu herliði. Kunnáttumenn í herfræðum segja, að 40—50 þúsund manna lið mundi nægja, með þeim stuðningi, sem her Rússa gæti fengið á annan hátt. Og með þeim ákafa, sem Rússar hafa beitt við hervæðing sína og þeirri tækni, sem þeir hafa í þeim efnum, verður þetta að teljast leikur einn fyrir herstjóm þeirra. í lok annars heimsstríðsins flutti Montgomery hershöfðingi allt að 10 þúsund hermenn frá Bretlandi flugleiðis yfir Norðursjó til Amheim í Hollandi, í því skyni að ná brúm yfir Rín og geta kom- ið liði bandamanna þar yfir og stytt stríðið um hálft ár eða meira. Þessi herflutningur va undirbúinn í skyndi og með margfallt minni tækni heldur en Rússar ráða nú yfir. Að öðru leyti var þetta herbragð Breta að mörgu leyti hliðstætt hinni óhjákvæmilegu tilraun Rússa að gera ísland að höfuðvirki sínu í Atlantshafi í ófriðarbyrjun. Hið loftflutta lið Breta átti að her- taka stöðvar, sem voru svo mikilvægar, að ef herferð- in til Arnheim hefði lánazt, mundi stríðið hafa endað skjótt og allt Þýzkaland og Tékkóslóvakía orðið vest- an járntjaldsins, með allri þeirri mannfélagshamingju, sem leitt hefði af þeim sigri, móts við það, sem varð. Til að ná svo mikilvægum árangri, hætti Montgomery mörg þúsund úrvalshermönnum. I stríði telja jafnvel hinir varfæmustu foringjar slíkar fórnir óhjákvæmilegar. Þessi liðflutningur tókst vel, en ekki var unnt að flytja þung hergögn loftleiðis. Þess vegna tókst Þjóðverjum með stórskotaliði og skriðdrekum að sigra Breta, sem komu léttvopnaðir úr fallhlífum sínum. Bretamir börð- ust með mestu hreysti og lá við, að þeir gætu tekið og haldið Rínarbrúnum, þrátt fyrir vöntun stórskotaliðs, þar til liðsauki barst. Þessi herferð Breta sannar, hve mikið lið er hægt að flytja langa leið í flugvélum, ekki sízt, þegar byggt er á margra ára undirbúningi. Hið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.