Ófeigur - 15.08.1950, Page 43

Ófeigur - 15.08.1950, Page 43
ÖFEIGUR 43 vera hin ósýnilega en örugga vernd vopnlausrar þjóðar. Þetta er í sjálfu sér ekki torskilið mál, en þó nauðsynlegt að vanmáttur landsmanna um þýðing- armesta þjóðmálið verði fullskýrður. Er í því efni nokk- uð hægt að nema af reynslu annarra þjóða, því að víð- ar en á íslandi hefur leiðtogum fóiksins orðið helzt til töm víxlsporin og komizt fyrst að réttri niðurstöðu eftir þungar raunir og mikil sjálfskaparvíti. Mun ég, þessu til skýringar, rekja mismunandi skoðanir tíu ráð- herra í fimm þjóðlöndum um úrræði í landvarnamál- um þjóða sinna. Skal þá fyrst byrjað á gömlu sam- bandsþjóðinni, Dönum. Þar var lengi við ráðherravöld dr. Munch, maður vel gefinn, snjall sagnfræðingur, frjálslyndur með glögga en kald-skynsama dómgreind. Hann studdist við fylgi verkamanna og smábænda. Dr. Munch sagði, að Danir gætu ekki barist við stórveldin með góðum árangri og mundu ekki herja á smáþjóðir. Væri herinn þess vegna dýrt leikfang og gagnslaust. Stóð ráðherrann, með atbeina mikils hluta bænda og verkamanna, fyrir því að afvopna landið og gera lítið úr öllu sem laut að landvörnum. En nú er svo komið, að Danir vígbúast eftir föngum. Stendur utanríkisráð- herrann, Rasmussen, fyrir því verki. Hann er verklýðs- sinni og dreymir ekki landvinningadrauma, en vopnast samt og þiggur frá Ameríku með þakklæti hinar sterk- ustu vígvélar. Milli þessara tveggja ráðherra liggur erf- iður kafli í Danmerkursögu. Hitler rauf frið og grið við Dani, sveik landið og kúgaði þjóðna öli styrj- aldarárin. Að lokum var nazisminn brotinn á bak aft- ur með vopnavaldi og blóðfórnum margra þjóða. Dan- mörk endurheimti frelsi sitt, en ekki fyrir aðgerðir þjóðarinnar sjálfrar, heldur fyrir fórnir annarra. Þessi hugsun varð Dönurn óbærileg. Þeir sáu nýja hættu steðja að landinu. Frá Moskva bárust samskonar ótíðindi um gegndarlausan yfirgang og banatilræði við frjálsar þjóðir, líkt og áður komu frá Berlín. Nýtt stríð virtist yfirvofandi og eina framtíðarvonin, að Engilsaxar gætu stöðvað öldu kúgunarinnar. Þá vildu Danir ekki þiggja frelsið í annað sinn án þess að vinna fyrir því sjálfir. Þjóð, er var friðsöm og hafði smíðað plógjárn úr sverð- unum, sannfærðist nú um að dr. Munch hefði skort þann yl í vitsmuni sína, sem mikill stjórnmálamaður þarf að hafa. Hann hafði ekki skilið gildi fórnarinnar.

x

Ófeigur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.