Ófeigur - 15.08.1950, Síða 47

Ófeigur - 15.08.1950, Síða 47
ÖFEIGUR 47 una í þinginu og ritaði um málið í blöð og bækur. En þjóðin leit á hann sem einkennilegan og leiðinlegan sérvitring, sem alltaf talaði um hættur og stríð, en byggði á ofsjónum. Churchill varð raunverulega við- skila við flokk sinn, þó að hann væri ekki beinlínis rek- inn. Honum var ætlað að visna, svo að hinir eiginlegu leiðtogar hefðu frið til að sofa. Chamberlain sagði, að meðan friður héldist, yrði að halda Churchill frá áhrif- um á landsmál, en ef styrjöld brytist út, yrði ekki komizt hjá að leita til hans. Fámennur hópur dugandi manna fylgdi Churchill að málum, sumir opinberlega, en flestir í kyrrþey. Leið svo þar til Hitler sýndi eðli sitt svo, að jafnvel þeir sem sváfu fastast, komust ekki hjá að vakna. Þá stóð stjórn Chamberlains frammi fyrir stríði við nazista, en algerlega varbúinn. Ekki voru til í allri London nema fáeinar loftvarnarbyssur og aðrar varnir eftir því. Hið forna, stolta og virðu- lega brezka heimsveldi varð að kaupa sér frið þó ekki væri nema eitt ár. Forsætisráðherra Breta varð að fljúga til póstkortamálarans, sem orðinn var alræðis- maður í Þýzkalandi, og biðja um frið. En þann frið urðu Bretland og Frakkland að kaupa með þeirri auð- mýking að svíkja ágæta og drengilega smáþjóð og ofurselja hana í hendur trylltra óvina, sem limuðu Tékkóslóvakíu sundur og lögðu fólkið í þrældómsviðj- ar. Eftir eitt friðarár kom heimsstríðið. Allt, sem Chur- chill hafði sagt þjóð sinni, reyndist sannleikur. Allt, sem augnabliksmenn stjórnmálanna höfðu haldið fram, voru staðlausir stafir og fásinna. England stóð alger- lega varbúið í stríði við öflugasta herveldi, sem nokk- urntíma hafði verið til í heiminum. Hið eina, sem Bret- ar gátu nú treyst á, var flotinn, sem bjó að gamalli fyrirhyggju Churchills, og hinn litli, en ágæti loftfloti, sem átti mikið af gengi sínu að þakka áhrifum þessa eina vökumanns brezku þjóðarinnar. Um leið og átök byrjuðu milli frjálsu þjóðanna og nazista, hrundi hin veika og maðksmogna vörn vesturveldanna eins og spilaborg í vindhviðu. Nú vaknaði enska þjóðin og lét aftur glóa gamalt gull í skapgerð fólksins. Nú viður- kenndu Bretar yfirsjón sína og fólu um stund eina manninum, sem hafði sagt þeim satt um aðsteðjandi hættu, forystu í málum sínum. Og þó að enska þjóðin sé mjög ámælisverð fyrir að trúa svo lengi blekking-

x

Ófeigur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.